Innlent

Lithái kominn af gjörgæslu

Samkvæmið var haldið á heimili hins slasaða á Hjaltabakka í Breiðholti.
Samkvæmið var haldið á heimili hins slasaða á Hjaltabakka í Breiðholti.

Lithái sem höfuðkúpubrotnaði í samkvæmi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags var útskrifaður af gjörgæslu í gær. Hann liggur nú á heila og taugadeild. Annar maður sem hlaut stungusár í sama samkvæmi reyndist ekki alvarlega slasaður.

Samkvæmi hafði verið í íbúð mannsins í Hjaltabakka í Breiðholti aðfararnótt sunnudags þegar lögreglu barst tilkynning um að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn var húsráðandinn höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið sleginn með barefli. Annar maður hafði hlotið stungusár en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Mennirnir eru báðir Litháar búsettir hér á landi.

Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en sexmenningar voru yfirheyrðir á sunnudag og sleppt, auk þess voru skýrslutökur af fjölda vitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×