Innlent

Byggingarlóð fyrir landskika

Hjón fá lóð hér í skiptum fyrir skika í Úlfarsárdal.
Hjón fá lóð hér í skiptum fyrir skika í Úlfarsárdal.

Hjón sem eiga 1.750 fermetra spildu í Úlfarsárdal fá henni skipt í byggingarlóð fyrir einbýlishús. Spilda hjónanna er nokkuð austan við íbúðar­byggðina sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt og geta þau því ekki reist einbýlishús á sinni lóð.

Nú hefur borgarráð samþykkt að kaupa spilduna af hjónunum og láta þau í staðinn fá 750 fermetra einbýlishúsalóð á Haukdælabraut á Reynisvatnsási. Viðskiptin eru metin á 11,4 milljónir króna og má byggja 375 fermetra hús á lóðinni. Ef hjónin selja hins vegar lóðarréttindin innan sex ára þurfa þau að greiða borginni sex milljónir. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×