Gaf honum aftur treyjuna sem þeir höfðu skipst á eftir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 23:30 Damien Williams fagnar í treyjunni sinni í Super Bowl leiknum. Getty/Jamie Squire Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira
Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira