Telur erlendum arkitektum hyglað í forvali Landspítala 13. febrúar 2010 06:45 Mikið og flókið verk er að hanna nýtt háskólasjúkrahús og arkitektar gagnrýna hvernig valið er til þess. Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og stjórnarmaður í Arkitektafélagi Íslands, segir að kröfur í forvali í arkitektasamkeppni fyrir nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut útiloki íslenska arkitekta. Hann telur kröfurnar benda til að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að beina verkefninu út fyrir landsteinana. Formaður forvalsnefndar segir þetta alfarið rangt. Forvalið snýr að hönnunarsamkeppni um skipulag lóðar Landspítala og Háskóla Íslands við Hringbraut og frumhönnunar nýbyggingar Landspítalans. Þar er leitað að teymum sem þurfa að hafa samtals að lágmarki hundrað háskólamenntaða sérfræðinga á sviði mannvirkjagerðar í vinnu og ábyrgðaraðili skal hafa að lágmarki þrjátíu starfsmenn sem uppfylla sömu kröfur. Hilmar Þór, sem bloggaði um málið á Eyjunni í gær, segir að til þess að meta reynslu teymanna í hönnun sjúkrahúsbygginga sé gerð krafa um að umsækjandi hafi teiknað minnst 100 rúma sjúkrahús til að fá stig í forvalinu og til að fá fullt hús stiga þarf teymið að hafa hannað minnst þrjá 500 sjúkrarúma spítala á síðustu tíu árum. Engar íslenskar stofur hafi hannað svo stórt sjúkrahús og því sé ekki hægt að skilja þessa kröfu í forvalsgögnum öðruvísi en að verkefnastjórnin óski eftir að leitað verði út fyrir landsteinana með arkitektaþjónustu. Ingólfur Þórisson, formaður forvalsnefndar, segir það einfaldlega rangt að reynt hafi verið að útiloka Íslendinga. Þvert á móti sýni krafa um talað og ritað íslenskt mál í forvalinu að sérstaklega sé óskað eftir kröftum íslenskra arkitekta. „Það er verið að leita að breiðum hópi hönnuða til að koma að þessu verki.“ Hann segir að menn verði að gera sér grein fyrir umfangi og flækjustigi verkefnisins og nauðsynlegt sé að umsækjendur hafi aðgang að sérfræðingum sem tekið hafa að sér hönnun með viðlíka umfang og nýtt háskólasjúkrahús. Það gæti þýtt að íslensk stofa myndi styðjast við þekkingu og reynslu erlendra sérfræðinga. Áður hafði Arkitektafélag Íslands bent á að vegna mannfæðar gæti engin íslensk stofa verið ábyrgðaraðili. Fór félagið fram á að verkefnið yrði brotið upp í minni verkhluta og haldnar sérstakar samkeppnir um hvern þeirra. Þessu var hafnað af verkefnisstjórninni. Frestur til að skila forvalsgögnum rennur út á mánudag.svavar@frettabladid.is Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og stjórnarmaður í Arkitektafélagi Íslands, segir að kröfur í forvali í arkitektasamkeppni fyrir nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut útiloki íslenska arkitekta. Hann telur kröfurnar benda til að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að beina verkefninu út fyrir landsteinana. Formaður forvalsnefndar segir þetta alfarið rangt. Forvalið snýr að hönnunarsamkeppni um skipulag lóðar Landspítala og Háskóla Íslands við Hringbraut og frumhönnunar nýbyggingar Landspítalans. Þar er leitað að teymum sem þurfa að hafa samtals að lágmarki hundrað háskólamenntaða sérfræðinga á sviði mannvirkjagerðar í vinnu og ábyrgðaraðili skal hafa að lágmarki þrjátíu starfsmenn sem uppfylla sömu kröfur. Hilmar Þór, sem bloggaði um málið á Eyjunni í gær, segir að til þess að meta reynslu teymanna í hönnun sjúkrahúsbygginga sé gerð krafa um að umsækjandi hafi teiknað minnst 100 rúma sjúkrahús til að fá stig í forvalinu og til að fá fullt hús stiga þarf teymið að hafa hannað minnst þrjá 500 sjúkrarúma spítala á síðustu tíu árum. Engar íslenskar stofur hafi hannað svo stórt sjúkrahús og því sé ekki hægt að skilja þessa kröfu í forvalsgögnum öðruvísi en að verkefnastjórnin óski eftir að leitað verði út fyrir landsteinana með arkitektaþjónustu. Ingólfur Þórisson, formaður forvalsnefndar, segir það einfaldlega rangt að reynt hafi verið að útiloka Íslendinga. Þvert á móti sýni krafa um talað og ritað íslenskt mál í forvalinu að sérstaklega sé óskað eftir kröftum íslenskra arkitekta. „Það er verið að leita að breiðum hópi hönnuða til að koma að þessu verki.“ Hann segir að menn verði að gera sér grein fyrir umfangi og flækjustigi verkefnisins og nauðsynlegt sé að umsækjendur hafi aðgang að sérfræðingum sem tekið hafa að sér hönnun með viðlíka umfang og nýtt háskólasjúkrahús. Það gæti þýtt að íslensk stofa myndi styðjast við þekkingu og reynslu erlendra sérfræðinga. Áður hafði Arkitektafélag Íslands bent á að vegna mannfæðar gæti engin íslensk stofa verið ábyrgðaraðili. Fór félagið fram á að verkefnið yrði brotið upp í minni verkhluta og haldnar sérstakar samkeppnir um hvern þeirra. Þessu var hafnað af verkefnisstjórninni. Frestur til að skila forvalsgögnum rennur út á mánudag.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira