Innlent

Öll salerni á skemmtistöðum fá Neyðarmóttöku-límmiða

Velferðarráðherra veitti í dag gjöfum til Neyðarmóttöku vegna nauðganga viðtöku við athöfn í húsnæði Landlæknis á Barónstíg. Gjafirnar eru meðal annars nýr og endurhannaður bæklingur um sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis, sem hefði skort á Neyðarmóttökunni í mörg ár.

Þá fær Neyðarmóttakan nýtt, sérhannað lógó sem afhjúpað verður við hátíðlega athöfn. Einnig hefur verið útbúið upplýsingaspjald í þúsundatali sem verður dreift í alla framhaldsskóla, á allar heilsugæslustöðvar og víðar um þjónustu Neyðarmóttökunnar.

Þá verður límmuðum með upplýsingum um þjónustu Neyðarmóttökunnar dreift á hvert einasta salerni á skemmtistöðum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×