Sport

Við erum allanvega í fjórðu umferð

Steve Cotterill, stjóri Burnley, tókst að sjá skondna hlið á málunum eftir að leik liðs hans við Liverpool var frestað nú í kvöld. "Við verðum allanvega í hattinum þegar dregið verður í fjórðu umferð," sagið hann á léttu nótunum. "Ég var að drekka kaffi með Benitez og við vorum að grínast með þetta. Ég sagið að við gætum spilað níu gegn níu og minnkað breidd vallarinns, ég held að hann hafi séð húmorinn í þessu hjá mér.""En svona í alvörunni þá erum við virkilega vonsviknir með þessa ákvörðun því allir höfðu lagt svo hart að sér til að leikurinn gæti farið fram. En þessi ákvörðun dómarans er tekinn með öryggi leikmannanna í huga og hana ber að virða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×