Fótbolti

Glódís var ekki einu sinni hugmynd þá

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Margrét Lára, Sigurður Ragnar og Ómar Smárason á blaðamannafundinum í dag.
Margrét Lára, Sigurður Ragnar og Ómar Smárason á blaðamannafundinum í dag. Mynd/ÓskarÓ
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk alla til að skella upp úr á blaðamannafundi í kvöld en þá fóru fjölmiðlamenn yfir Þýskalandsleikinn með landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og Margréti Láru.

Sigurður Ragnar var spurður út í það hvort að íslenska liðið ætlaði að verða fyrsta liðið til að vinna Þýskaland í úrslitakeppni EM síðan 3. júlí 1993. Sigurður Ragnar var byrjaður að tala að það yrði virkilega gaman að ná því þegar datt upp úr Margréti Láru: "Glódís var ekki einu sinni orðin hugmynd á þeim tíma."

Allir íslensku blaðmennirnir skelltu upp úr og þeir erlendu hlógu líka þegar Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, var búinn að þýða svar Margrétar Láru yfir á ensku.

Glódís Perla Viggósdóttir er fædd í lok júní 1995 eða tveimur árum eftir að þýska liðið tapaði fyrir Dönum í leiknum um þriðja sætið á EM í Ítalíu 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×