Fótbolti

Frá boltasæki til landsliðskonu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hólmfríður hefur lagt breiða hvíta hárbanið á hilluna. Hér er hún í einum sinna fyrstu landsleikja.
Hólmfríður hefur lagt breiða hvíta hárbanið á hilluna. Hér er hún í einum sinna fyrstu landsleikja. Mynd/Instagram
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir birti skemmtilega mynd á Instagram síðu sinni í dag.

Hólmfríður rifjaði upp landsleik á Laugardalsvelli sem hún telur vera frá árinu 2005. Hún birti mynd af sér í umræddum leik en fyrir aftan hana er kunnulegt andlit í hlutverki boltasækjara. Um er að ræða Önnu Björk Kristjánsdóttur, miðvörð Stjörnunnar.

„Stúlkan á bakvið mig var eitt sinn boltasækir á landsleik, 2005 að mig minnir. Svo í leiknum á móti Noregi var hún við hliðina á mér í búningsklefanum. Magnað."

Hólmfríður hefur leikið 83 landsleiki fyrir Íslands hönd en Anna Björk á enn eftir að þreyta frumraun sína með liðinu. Það mun hún vafalítið gera áður en langt um líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×