Fótbolti

Þær þýsku vonandi niðurbrotnar

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Nordic Photso / Getty Images
Íslenska landsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands í öðrum leik sínum á EM annað kvöld. Þýska liðið er með eitt stig eins og Ísland en þegar liðin mættust á EM fyrir fjórum árum var þýska liðið með sex stigum meira.

„Ég held að þetta jafntefli hjá Þjóðverjum og Hollendingum breyti engu fyrir okkar skipulag. Ég veit svo sem ekki hvort það eru góð eða slæm úrslit. Það hefði samt ekki verið slæmt ef eitt lið sæti eftir með núll stig,“ segir Dóra María Lárusdóttir.

„Ég veit ekki hvort þær hollensku voru svona sterkar en ég sá síðasta hálftímann og fannst þýsku stelpurnar ekki sérlega sannfærandi og hreinlega ólíkar sjálfum sér. Þær héldu boltanum ekki eins vel og voru ekki eins markvissar í því sem þær voru að gera,“ segir Dóra, en hvaða áhrif hafa úrslitin? „Það er hættan að þær þýsku komi tvíefldar til baka en vonandi verða þær bara niðurbrotnar,“ sagði Dóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×