Innlent

Hafnfirðingar stefna á efsta stig golfíþróttarinnar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Keilisvöllur er of stuttur fyrir evrópskar kröfur.
Keilisvöllur er of stuttur fyrir evrópskar kröfur. Fréttablaðið/Daníel
„Nú er svo komið að Keilisvöllur hentar ekki til keppnishalds á evrópskan mælikvarða þar sem hann stenst ekki lengdarkröfur. Því þarf að kippa í liðinn sem fyrst,“ segir í bréfi Golfklúbbs Keilis sem vill viðræður við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu vallarins svo hann standist lágmarkskröfur.

„Teljum við óumdeilanlegt að umgjörð af því tagi auki líkurnar á og flýti fyrir því að við Hafnfirðingar eignumst keppendur á efsta stigi íþróttarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×