Innlent

Kynntu sér framabrautir

Ingólfur Eiríksson skrifar
Mikill fjöldi var í Háskólanum í Reykjavík í gær.
Mikill fjöldi var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
Um fjögur þúsund manns mættu þegar nokkur af helstu fyrirtækjum landsins kynntu starfsemi sína á hinum árlegu Framadögum háskólanna í Háskólanum í Reykjavík í gær. Stúdentasamtökin AIESEC skipuleggja viðburðinn.

Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þannig möguleika á starfi. Eins geti fyrirtæki kynnst mögulegum starfsmönnum.

Matthías Ólafsson, framkvæmdastjóri Framadaga, var að vonum ánægður með hina miklu aðsókn og sagði allt hafa gengið eins og best yrði á kosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×