Búa sig undir uppbyggingu svavar hávarðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:45 Akranes. Íbúar bæjarins eru um 6.700 svo mjög munar um fjölgun sem fylgir atvinnuuppbyggingu á Grundartanga. fréttablaðið/gva Sveitarfélögin á atvinnusvæði Grundartanga eru á lokastigum við stofnun þróunarfélags í tengslum við uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu. Silicor Materials telur að ekkert standi í veginum fyrir því að framkvæmdir við 19.000 tonna sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins hefjist í vor, kom fram á kynningarfundi fyrirtækisins með sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum kjördæmisins og öðrum hagsmunaaðilum í bæjarþingsalnum á Akranesi á föstudag.Ólafur Adolfsson.„Þetta er gríðarstórt mál fyrir öll sveitarfélögin í kringum Grundartanga, enda um 450 ný störf að ræða,“ segir Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs á Akranesi. Undirbúningur þróunarfélags sveitarfélaganna og Faxaflóahafna er að hans sögn til að skapa samræðuvettvang, enda ljóst að gefa þarf innviðum sveitarfélaganna á svæðinu gaum – ef af uppbyggingunni verður. Ólafur tekur framboð af íbúðarhúsnæði sem dæmi. „Við verðum að vera í takt með uppbygginguna til að sveitarfélögin verði tilbúin að taka við þessu fólki sem þarna vinnur og fjölskyldum þess – sem gætu orðið tólf til sextán hundruð manns. Þá eru ótalin afleidd störf sem gætu orðið fjölmörg einnig,“ segir Ólafur og bætir við að á Akranesi sé verið að skoða hvaða áhrif þetta gæti haft á skólasamfélagið og hvort þjónustan uppfylli þarfir nýrra íbúa sem óska þess að búa á Akranesi. „Það kæmi mér ekki á óvart að það þyrfti að stíga stór skref í fjárfestingum í skólamálunum. Ef við fáum 500 til 600 manns hingað á Akranes þá er ljóst að grunnskólarnir eru báðir fullsetnir, að kalla. Fjölbrautaskólinn getur hins vegar tekið við nýjum nemum. Leiguhúsnæði er af skornum skammti en mikið er til af skipulögðum lóðum fyrir einbýli, raðbýli og fjölbýlishús. „Hins vegar vitum við ekki hvort verkefnið muni raungerast, og því mikilvægt að stíga varlega til jarðar. En við verðum tilbúin ef af þessu verkefni verður. Ég gæti trúað því hins vegar að þegar menn sjá að framkvæmdir á Grundartanga eru hafnar komi holskefla yfir samfélagið í uppbyggingu. Það er mikilvægt að stýra því og það verður best gert með því að ákvarðanir í skipulagsmálum séu teknar af yfirvegun,“ segir Ólafur.Hillir undir framkvæmdir Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor á Íslandi, segir að fjármögnun sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eigi að vera lokið í mars eða byrjun apríl. Framkvæmdir geti hafist á vormánuðum og að unnt verði að ná fullum afköstum árið 2018. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar á Grundartanga er um 19.000 tonn af sólarkísli. Beitt verður nýrri aðferð sem byggist á því að bræða kísilmálm í fljótandi áli. Verksmiðjan er stór á íslenskan mælikvarða, og áætlað að um 450 manns muni starfa í verksmiðjunni fullbyggðri. Orkuþörf verksmiðjunnar er áætluð um 85 MW. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Sveitarfélögin á atvinnusvæði Grundartanga eru á lokastigum við stofnun þróunarfélags í tengslum við uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu. Silicor Materials telur að ekkert standi í veginum fyrir því að framkvæmdir við 19.000 tonna sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins hefjist í vor, kom fram á kynningarfundi fyrirtækisins með sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum kjördæmisins og öðrum hagsmunaaðilum í bæjarþingsalnum á Akranesi á föstudag.Ólafur Adolfsson.„Þetta er gríðarstórt mál fyrir öll sveitarfélögin í kringum Grundartanga, enda um 450 ný störf að ræða,“ segir Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs á Akranesi. Undirbúningur þróunarfélags sveitarfélaganna og Faxaflóahafna er að hans sögn til að skapa samræðuvettvang, enda ljóst að gefa þarf innviðum sveitarfélaganna á svæðinu gaum – ef af uppbyggingunni verður. Ólafur tekur framboð af íbúðarhúsnæði sem dæmi. „Við verðum að vera í takt með uppbygginguna til að sveitarfélögin verði tilbúin að taka við þessu fólki sem þarna vinnur og fjölskyldum þess – sem gætu orðið tólf til sextán hundruð manns. Þá eru ótalin afleidd störf sem gætu orðið fjölmörg einnig,“ segir Ólafur og bætir við að á Akranesi sé verið að skoða hvaða áhrif þetta gæti haft á skólasamfélagið og hvort þjónustan uppfylli þarfir nýrra íbúa sem óska þess að búa á Akranesi. „Það kæmi mér ekki á óvart að það þyrfti að stíga stór skref í fjárfestingum í skólamálunum. Ef við fáum 500 til 600 manns hingað á Akranes þá er ljóst að grunnskólarnir eru báðir fullsetnir, að kalla. Fjölbrautaskólinn getur hins vegar tekið við nýjum nemum. Leiguhúsnæði er af skornum skammti en mikið er til af skipulögðum lóðum fyrir einbýli, raðbýli og fjölbýlishús. „Hins vegar vitum við ekki hvort verkefnið muni raungerast, og því mikilvægt að stíga varlega til jarðar. En við verðum tilbúin ef af þessu verkefni verður. Ég gæti trúað því hins vegar að þegar menn sjá að framkvæmdir á Grundartanga eru hafnar komi holskefla yfir samfélagið í uppbyggingu. Það er mikilvægt að stýra því og það verður best gert með því að ákvarðanir í skipulagsmálum séu teknar af yfirvegun,“ segir Ólafur.Hillir undir framkvæmdir Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor á Íslandi, segir að fjármögnun sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eigi að vera lokið í mars eða byrjun apríl. Framkvæmdir geti hafist á vormánuðum og að unnt verði að ná fullum afköstum árið 2018. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar á Grundartanga er um 19.000 tonn af sólarkísli. Beitt verður nýrri aðferð sem byggist á því að bræða kísilmálm í fljótandi áli. Verksmiðjan er stór á íslenskan mælikvarða, og áætlað að um 450 manns muni starfa í verksmiðjunni fullbyggðri. Orkuþörf verksmiðjunnar er áætluð um 85 MW.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira