Innlent

Ekkert morð í New York á 10 daga tímabili

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan í New York byrjaði að telja dagana á milli tilkynninga um morð árið 2003 en glæpatíðni í borginni, sem og annars staðar í Bandaríkjunum, hefur farið minnkandi frá því snemma á 10. áratug seinustu aldar.
Lögreglan í New York byrjaði að telja dagana á milli tilkynninga um morð árið 2003 en glæpatíðni í borginni, sem og annars staðar í Bandaríkjunum, hefur farið minnkandi frá því snemma á 10. áratug seinustu aldar. Vísir/Getty
Nýtt met var sett í New York-borg í dag, fimmtudag, þegar í ljós kom að enginn hafði tilkynnt um morð í borginni seinustu 10 daga. Eldra metið var frá árinu 2013 þegar ekkert morð var tilkynnt á 9 daga tímabili í janúar.

Lögreglan í New York byrjaði að telja dagana á milli tilkynninga um morð árið 2003 en glæpatíðni í borginni, sem og annars staðar í Bandaríkjunum, hefur farið minnkandi frá því snemma á 10. áratug seinustu aldar.

Síðan 1993 hefur tilkynningum um morð í New York-borg fækkað um 79,7%, þjófnaður hefur minnkað um 82% og alvarlegar líkamsárásir eru helmingi færri en þær voru. Þá hefur tilkynningum um nauðganir einnig fækkað um helming.

26. nóvember 2012 fór svo í sögubækurnar hjá íbúum New York-borgar þegar engir ofbeldisglæpir voru tilkynntir.

Nýjustu tölur bandarísku alríkislögreglunnar FBI  fyrir öll Bandaríkin eru fyrir árin 1994-2013. Þær sýna að ofbeldisglæpum, á borð við morð og nauðganir, hefur fækkað um nærri helming landsvísu. Árið 1994 voru 713 ofbeldisglæpir á hverja 100.000 íbúa í Bandaríkjunum en árið 2013 voru glæpir af þessu tagi komnir niður í 367 á hverja 100.000 íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×