„KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 09:30 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum