Innlent

Hóta að beita Rússum frekari þvingunum

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP
Evrópusambandið hyggst beita Rússum frekari viðskiptaþvingunum verði ekki staðið við nýgerðan vopnahléssamning vegna ástandsins í Úkraínu sem samþykktur var í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk í dag.

Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá þessu að loknum leiðtogafundi aðildarríkja Evrópusambandsins fyrr í kvöld.

Merkel greindi frá því á blaðamannafundi að leiðtogar aðildarríkja hafi beðið framkvæmdastjórn sambandsins um að undirbúa frekari viðskiptaþvinganir, sem ráðist verði í, verði ekki farið að ákvæðum friðarsamningsins.  Þetta kemur fram í frétt Reuters.

„Við höldum þeim möguleika opnum, að ef ekki verði farið eftir þessum samningum, þá verðum við að grípa til frekari ráðstafana,“ sagði Merkel.


Tengdar fréttir

Vilja að þúsundir hermanna gefist upp

Vladimir Putin segir að aðskilnaðarsinnar hafi umkringt fjölda hermanna í Úkraínu og vilja að þeir gefist upp áður en vopnahlé tekur gildi á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×