Lífið

Við rífumst aldrei

Ugla Egilsdóttir skrifar
Arndís og Högni eru samrýnd.
Arndís og Högni eru samrýnd. Fréttablaðið/Vilhelm
Æfingar á leikritinu Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfingsson hófust í síðustu viku í Borgarleikhúsinu. Í leikritinu leikur meðal annarra Arndís Hrönn Egilsdóttir og Högni Egilsson sér um tónlistina. Þau eru systkini. „Við höfum verið með atriði í brúðkaupum og afmælum saman áður en þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum saman af einhverri alvöru,“ segir Arndís Hrönn.

Hún segir ekki vera hefðbundinn systkinaríg á milli þeirra. „Við höfum aldrei rifist. Ég er sextán árum eldri en Högni þannig að það eru líka móðurtilfinningar sem tengjast honum. Ég hef leyfi til að segja það sem mér finnst við hann í krafti þess að vera eldri, en hann hefur alveg tillögurétt líka. Það myndast öðru vísi samband þegar það er mjög langt á milli systkina í aldri. Ég er rosalega stolt af honum og hef gaman af öllu sem hann gerir.“

Í Bláskjá eru þrjú systkin og þau eru nýbúin að missa pabba sinn. „Í verkinu er fjallað um hvernig þau díla við það og díla ekki við það. Þetta er auk þess fyrsta leikrit í heiminum sem gerist í Kópavogi. Það er ákveðinn töffaragangur í verkinu sem á sér samhljóm í Kópavoginum. Ég ólst upp í Kópavoginum frá tíu ára aldri til tvítugs og man vel eftir unglingapartíum í hitakompum í Hamraborginni, þaðan á ég minningar af dramatískum samtölum. Þetta var á pönktímanum og maður var undir miklu týpuálagi.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.