Innlent

Skólastjóri í jólasveinabúning og með sundgleraugu

Egill Fannar Halldórsson skrifar
Jón Gnarr í jólapeysunni 2013.
Jón Gnarr í jólapeysunni 2013.
Barnaheill stendur fyrir nýstárlegu söfnunarátaki sem gengur út á að heita á jólapeysur á síðunni jolapeysan.is

Átakið virkar þannig að þátttakendur skrá jólapeysu sína og safna áheitum á hana til styrktar Barnaheill.

„Þrátt fyrir að desember sé útgjaldamesti mánuður ársins þá er hægt að láta gott af sér leiða og styrkja stöðu barna á Íslandi,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill.

Skemmtilegir einstaklingar og lið hafa tekið þátt í söfnuninni og þar ber kannski hæst að nefna nemendur í 2.bekk Flóaskóla á Selfossi sem hafa skorað á skólastjórann sinn að mæta í vinnuna í jólasveinabúning og með sundgleraugu ef þau nái að safna tiltekinni upphæð.

Valdir verða sigurvegarar í Instagram- og Facebookleikjum Barnaheilla á föstudag þar sem veitt verða verðlaun fyrir bestu jólapeysurnar. „Valdar verða besta nördapeysan, flottasta glamúrpeysan, frumlegasta peysan, ljótasta peysan og síðast en ekki síst, fallegasta jólapeysan 2013. Enn verður þó hægt að heita og styrkja átakið út desembermánuð,“ segir Sigríður.

Í dag hafa safnast tæpar tvær milljónir en hægt er að styrkja átakið á jolapeysan.is eða með því að senda SMS með textanum „jol“ í síma 903-1510/20/50 og styrkja um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.

2.bekkur í Flóaskóla, Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×