Naglbíturinn grjótharður á toppnum Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2013 11:04 Villi naglbítur trónir á toppi listans með sína fyrstu bók -- svarti hestur þessara bókajóla. Það liggur þegar fyrir. MYND/PJETUR Sigurganga Vilhelms Antons Jónssonar alías Villa Naglbíts heldur áfram. Hann trónir nú á toppi bóksölulistans með Vísindabók sína. Hann leggur þar Veislurétti Hagkaups og sjálfan Arnald Indriðason sem býður uppá verðlaunabókina Skuggasund. Lygi Yrsu Sigurðardóttur er svo í fjórða sæti. Bókaflóðið er nú að hefjast fyrir alvöru og Félag íslenskra bókaútgefenda voru að senda frá sér nýjan lista. Þau undur og stórmerki hafa nú gerst að á Topp tíu lista yfir mest seldu bækurnar er að finna þrjár barnabækur: Vísindabók Villa, Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason. Villi var að vonum kátur þegar Vísir heyrði í honum enda má hann vel við una að vera á toppi listans með sína fyrstu bók. Hann sagðist líkast til njóta þess að vera þekkt andlit úr fjölmiðlum og úr tónlistinni en það dugar ekki nema svo og svo langt. Þetta hljóti að benda til þess að bókin hafi spurst vel út og að börn og fullorðnir séu forvitnari en menn höfðu áður ímyndað sér um það undur sem alheimurinn er. Ýmislegt athyglisvert kemur á daginn sé rýnt í listana. Villi virðist ætla að vera spútnik-höfundur þessa árs, eins og fram hefur komið. Þá vekur það athygli að íslenskir karlrithöfundar hafa sölsað efstu sæti barnabókalistans undir sig. Þá má einnig líta til útgefenda í tilraunastarfsemi með þýddar bækur; þrír vinsælir titlar nú fáanlegir bæði innbundnir og í kilju – og það vekur athygli hversu jöfn salan er á báðum útgáfum. Fyrir nokkrum árum voru titlar á íslenskum skáldsögum gjarnan í lengra lagi og áttu kaupendur oft í mesta basli við að muna titlana á bókunum sem þeir ætluðu að kaupa, td: Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson og 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason eða Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson. Nú veðja íslenskir höfundar frekar á stutta titla; Grimmd, Sæmd, Lygi, Andköf og svo mætti áfram telja. Jón Kalman fer einna lengst með titilinn Fiskarnir hafa enga fætur en trendið þetta árið í titlum er tvímælalust stuttir titlar.Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda 2.-8. desember 2013Topplistinn 1. Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson 2. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 3. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 4. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 5. Guðni : léttur í lund - Guðni Ágústsson 6. Rangstæður í Reykjavík - Gunnar Helgason 7. Útkall : lífróður - Óttar Sveinsson 8. Hemmi Gunn : sonur þjóðar - Orri Páll Ormarsson 9. Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson 10. Tímakistan - Andri Snær Magnason Ævisögur1. Hemmi Gunn : sonur þjóðar - Orri Páll Ormarsson 2. Við Jóhanna - Jónína Leósdóttir 3. Gullin ský - Óskar Þór Halldórsson 4. Sigrún og Friðgeir - Sigrún Pálsdóttir 5. Manga með svartan vanga - Ómar Ragnarsson 6. Ár drekans : dagbók utanríkisráðherra - Össur Skarphéðinsson 7. Steingrímur J. - Steingrímur J. Sigfússon / Björn Þ. Sigbjörnss. 8. Alla mína stelpuspilatíð - Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir 9. Snorri á Fossum - Bragi Þórðarson 10. Það skelfur - Ragnar Stefánsson Íslensk skáldverk1. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 2. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 3. Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson 4. Grimmd - Stefán Máni 5. Dísusaga - Vigdís Grímsdóttir 6. Sæmd - Guðmundur Andri Thorsson 7. Mánasteinn - Sjón 8. Glæpurinn ástarsaga - Árni Þórarinsson 9. Stúlka með maga - Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir 10. Andköf - Ragnar JónassonÞýdd skáldverk1. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 2. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 3. Og fjöllin endurómuðu - Khaled Hosseini 4. Týndu árin - Mary Higgins Clark 5. Týndu árin - Mary Higgins Clark 6. Gröfin á fjallinu - Hjorth Rosenfeldt 7. Maður sem heitir Ove - Ib - Fredrik Beckman 8. Maður sem heitir Ove - Kilja - Fredrik Beckman 9. Veiðihundarnir - Jørn Lier Horst 10. Konungar kljást - George R.R. MartinÍslenskar barnabækur1. Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson 2. Rangstæður í Reykjavík - Gunnar Helgason 3. Tímakistan - Andri Snær Magnason 4. Stuðbók Sveppa - Sverrir Þór Sverrisson 5. Lokkar - Theodóra Mjöll Skúlad. Jack / Saga Sig.6. Strákar - Bjarni Fritzson / Kristín Tómasdóttir 7. Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað - Sigríður Arnardóttir / Freydís Kristjánsdóttir 8. 13 þrautir jólasveinanna - Huginn Þór Grétarsson 9. Múrinn - Sif Sigmarsdóttir 10. Strokubörnin á Skuggaskeri - Sigrún EldjárnÞýddar barnabækur1. Amma glæpon - David Walliams 2. Byggjum úr LEGO - Daniel Lipkowitz 3. Fjársjóðskistan : Kvöldsögur - Ýmsir 4. Kafteinn Ofurbrók og hefnd geislavirku róbótabr. - Dav Pilkey 5. Jólasyrpa 2013 - Walt Disney 6. Hinir einu sönnu One Direction - Jen Wainwright 7. Jólabókin 2013 - Maria Rita Gentali 8. Dagbók Kidda klaufa 5 - Jeff Kinney 9. Fyrstu 100 orðin - Unga ástin mín 10. Dúkkulísutaskan mín - BókafélagiðFræði og almennt efni1. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 2. Guðni : léttur í lund - Guðni Ágústsson 3. Útkall : lífróður - Óttar Sveinsson 4. Háski í hafi - Illugi Jökulsson 5. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 6. Förðun : skref fyrir skref - Kristín Stefánsdóttir 7. Naglaskraut - Donne Geer / Ginny Geer 8. Sir Alex - Guðjón Ingi Eiríksson 9. Læknirinn í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 10. Matargleði Evu - Eva Laufey Kjaran HermannsdóttirLjóð1. Megas - Magnús Þór Jónsson 2. Árleysi alda - Bjarki Karlsson 3. Sonnettugeigur - Valdimar Tómasson 4. Krosshólshlátur - Ýmsir 5. Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson 6. Stolin krækiber - Dagbjartur Dagbjartss. / Bjarni Þór Bjarnas. 7. Ljóð í leiðinni - Ármann Jakobsson 8. Skessukatlar - Þorsteinn frá Hamri 9. Ljóð 1954-2004 - Tomas Tranströmer 10. Hnefi eða vitstola orð - Eiríkur Örn NorðdahlKiljulistinn 1. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 2. Týndu árin - Mary Higgins Clark 3. My pussy is hungry - Hugleikur Dagsson 4. Pabbinn - Bjarni Haukur Þórsson 5. Gröfin á fjallinu - Hjort Rosenfeldt 6. Ógæfa - Hugleikur Dagsson / Rán Flygenring 7. Maður sem heitir Ove - Fredrik Beckman 8. Veiðihundarnir - Jørn Lier Horst 9. Konungar kljást - George R.R. Martin 10. Leðurblakan - Jo Nesbø Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Sigurganga Vilhelms Antons Jónssonar alías Villa Naglbíts heldur áfram. Hann trónir nú á toppi bóksölulistans með Vísindabók sína. Hann leggur þar Veislurétti Hagkaups og sjálfan Arnald Indriðason sem býður uppá verðlaunabókina Skuggasund. Lygi Yrsu Sigurðardóttur er svo í fjórða sæti. Bókaflóðið er nú að hefjast fyrir alvöru og Félag íslenskra bókaútgefenda voru að senda frá sér nýjan lista. Þau undur og stórmerki hafa nú gerst að á Topp tíu lista yfir mest seldu bækurnar er að finna þrjár barnabækur: Vísindabók Villa, Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason. Villi var að vonum kátur þegar Vísir heyrði í honum enda má hann vel við una að vera á toppi listans með sína fyrstu bók. Hann sagðist líkast til njóta þess að vera þekkt andlit úr fjölmiðlum og úr tónlistinni en það dugar ekki nema svo og svo langt. Þetta hljóti að benda til þess að bókin hafi spurst vel út og að börn og fullorðnir séu forvitnari en menn höfðu áður ímyndað sér um það undur sem alheimurinn er. Ýmislegt athyglisvert kemur á daginn sé rýnt í listana. Villi virðist ætla að vera spútnik-höfundur þessa árs, eins og fram hefur komið. Þá vekur það athygli að íslenskir karlrithöfundar hafa sölsað efstu sæti barnabókalistans undir sig. Þá má einnig líta til útgefenda í tilraunastarfsemi með þýddar bækur; þrír vinsælir titlar nú fáanlegir bæði innbundnir og í kilju – og það vekur athygli hversu jöfn salan er á báðum útgáfum. Fyrir nokkrum árum voru titlar á íslenskum skáldsögum gjarnan í lengra lagi og áttu kaupendur oft í mesta basli við að muna titlana á bókunum sem þeir ætluðu að kaupa, td: Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson og 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason eða Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson. Nú veðja íslenskir höfundar frekar á stutta titla; Grimmd, Sæmd, Lygi, Andköf og svo mætti áfram telja. Jón Kalman fer einna lengst með titilinn Fiskarnir hafa enga fætur en trendið þetta árið í titlum er tvímælalust stuttir titlar.Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda 2.-8. desember 2013Topplistinn 1. Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson 2. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 3. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 4. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 5. Guðni : léttur í lund - Guðni Ágústsson 6. Rangstæður í Reykjavík - Gunnar Helgason 7. Útkall : lífróður - Óttar Sveinsson 8. Hemmi Gunn : sonur þjóðar - Orri Páll Ormarsson 9. Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson 10. Tímakistan - Andri Snær Magnason Ævisögur1. Hemmi Gunn : sonur þjóðar - Orri Páll Ormarsson 2. Við Jóhanna - Jónína Leósdóttir 3. Gullin ský - Óskar Þór Halldórsson 4. Sigrún og Friðgeir - Sigrún Pálsdóttir 5. Manga með svartan vanga - Ómar Ragnarsson 6. Ár drekans : dagbók utanríkisráðherra - Össur Skarphéðinsson 7. Steingrímur J. - Steingrímur J. Sigfússon / Björn Þ. Sigbjörnss. 8. Alla mína stelpuspilatíð - Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir 9. Snorri á Fossum - Bragi Þórðarson 10. Það skelfur - Ragnar Stefánsson Íslensk skáldverk1. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 2. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 3. Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson 4. Grimmd - Stefán Máni 5. Dísusaga - Vigdís Grímsdóttir 6. Sæmd - Guðmundur Andri Thorsson 7. Mánasteinn - Sjón 8. Glæpurinn ástarsaga - Árni Þórarinsson 9. Stúlka með maga - Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir 10. Andköf - Ragnar JónassonÞýdd skáldverk1. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 2. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 3. Og fjöllin endurómuðu - Khaled Hosseini 4. Týndu árin - Mary Higgins Clark 5. Týndu árin - Mary Higgins Clark 6. Gröfin á fjallinu - Hjorth Rosenfeldt 7. Maður sem heitir Ove - Ib - Fredrik Beckman 8. Maður sem heitir Ove - Kilja - Fredrik Beckman 9. Veiðihundarnir - Jørn Lier Horst 10. Konungar kljást - George R.R. MartinÍslenskar barnabækur1. Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson 2. Rangstæður í Reykjavík - Gunnar Helgason 3. Tímakistan - Andri Snær Magnason 4. Stuðbók Sveppa - Sverrir Þór Sverrisson 5. Lokkar - Theodóra Mjöll Skúlad. Jack / Saga Sig.6. Strákar - Bjarni Fritzson / Kristín Tómasdóttir 7. Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað - Sigríður Arnardóttir / Freydís Kristjánsdóttir 8. 13 þrautir jólasveinanna - Huginn Þór Grétarsson 9. Múrinn - Sif Sigmarsdóttir 10. Strokubörnin á Skuggaskeri - Sigrún EldjárnÞýddar barnabækur1. Amma glæpon - David Walliams 2. Byggjum úr LEGO - Daniel Lipkowitz 3. Fjársjóðskistan : Kvöldsögur - Ýmsir 4. Kafteinn Ofurbrók og hefnd geislavirku róbótabr. - Dav Pilkey 5. Jólasyrpa 2013 - Walt Disney 6. Hinir einu sönnu One Direction - Jen Wainwright 7. Jólabókin 2013 - Maria Rita Gentali 8. Dagbók Kidda klaufa 5 - Jeff Kinney 9. Fyrstu 100 orðin - Unga ástin mín 10. Dúkkulísutaskan mín - BókafélagiðFræði og almennt efni1. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 2. Guðni : léttur í lund - Guðni Ágústsson 3. Útkall : lífróður - Óttar Sveinsson 4. Háski í hafi - Illugi Jökulsson 5. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 6. Förðun : skref fyrir skref - Kristín Stefánsdóttir 7. Naglaskraut - Donne Geer / Ginny Geer 8. Sir Alex - Guðjón Ingi Eiríksson 9. Læknirinn í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 10. Matargleði Evu - Eva Laufey Kjaran HermannsdóttirLjóð1. Megas - Magnús Þór Jónsson 2. Árleysi alda - Bjarki Karlsson 3. Sonnettugeigur - Valdimar Tómasson 4. Krosshólshlátur - Ýmsir 5. Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson 6. Stolin krækiber - Dagbjartur Dagbjartss. / Bjarni Þór Bjarnas. 7. Ljóð í leiðinni - Ármann Jakobsson 8. Skessukatlar - Þorsteinn frá Hamri 9. Ljóð 1954-2004 - Tomas Tranströmer 10. Hnefi eða vitstola orð - Eiríkur Örn NorðdahlKiljulistinn 1. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson 2. Týndu árin - Mary Higgins Clark 3. My pussy is hungry - Hugleikur Dagsson 4. Pabbinn - Bjarni Haukur Þórsson 5. Gröfin á fjallinu - Hjort Rosenfeldt 6. Ógæfa - Hugleikur Dagsson / Rán Flygenring 7. Maður sem heitir Ove - Fredrik Beckman 8. Veiðihundarnir - Jørn Lier Horst 9. Konungar kljást - George R.R. Martin 10. Leðurblakan - Jo Nesbø
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira