Innlent

Rúmlega 10 þúsund mótmæla niðurskurði á RÚV

Kristján Hjálmarsson skrifar
Illuga Gunnarssyni verða í dag afhentar rúmlega 10 þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að stjórnvöld afturkalli uppsagnir á Ríkisútvarpinu og komi í veg fyrir niðurskurð á stofnuninni.

Yfirskrift listans er: „Ríkisútvarpið hefur ekki aðeins lögbundið menningar- og öryggishlutverk, heldur er það óháður miðill, sem meirihluti landsmanna treystir, eins og ítrekað kemur fram í skoðanakönnunum. Fræðsluhlutverk RÚV er ómetanlegt, sem og framlag stofnunarinnar til skemmtunar og afþreyingar.“

Illuga menntamálaráðherra verður afhentur listinn klukkan 17.30 í dag fyrir framan mennta- og menningarmálaráðuneytið á Sölvhólsgötu.

Undirskriftalistann má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×