Lífið

Dóttir Madonnu í Grease

Lourdes fyrir miðju.
Lourdes fyrir miðju.
Lourdes Leon, dóttir poppdrottningarinnar Madonnu, frumsýndi stykkið Grease með leikhópnum í miðskólanum sínum í New York fyrir stuttu. Lourdes hreppti hlutverk Betty Rizzo og stóð sig með prýðum.

Lourdes fetar þar með í fótspor Stockard Channing sem lék hina léttlyndu Rizzo í kvikmyndinni Grease árið 1978.

Stockard sem Rizzo.
"Lourdes var mjög góð. Hún er frábær söngkona, dansari og leikkona og virtist líða vel á sviðinu. Hún virtist líka skemmta sér í hlutverkinu," segir leikhúsgestur í samtali við tímaritið Us Weekly. 

Mæðgurnar.
Madonna sá sýninguna með föður Lourdes, Carlos Leon, á föstudaginn en lét lítið fyrir sér fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.