Ráðuneytin verða að skera meira niður Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 19:25 Barnabætur verða ekki skertar eins og til stóð en farið verður fram á að einstök ráðuneyti skeri meira niður hjá sér í fjárlögum næsta árs. Áfram er stefnt að hallalausum fjárlögum. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til óformlegs fundar í stjórnarráðshúsinu seinnipartinn í dag til að ræða ýmsar tillögur inn í aðra umræðu fjárlaga sem menn stefna enn á að fari fram á fimmtudag. Það vakti athygli á Alþingi í dag þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að barnabætur yrðu ekki skertar á næsta ári eins og formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra höfðu lýst yfir um síðustu helgi að stæði til.Heimilin í landinu bíða eftir ákvörðunum ríkisstjórnarinnar til að geta gert áætlanir fyrir næsta ár. Er eitthvað annað sem varðar fjárhag heimilanna sem þau geta beðið spennt eftir?„Auðvitað er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér. Þess vegna verður oft mikil umræða um mál í samfélaginu, í fjölmiðlum, sem eru jafnvel bara til skoðunar í fjárlagavinnunni,“ segir forsætisráðherra. Það muni ýmislegt annað en barnabæturnar breytast fyrir umræðuna á fimmtudag. „Ég hugsa að það verði gerðar ýmsar breytingar en allar miða þær að því að spara á sem hagkvæmastan hátt og ná í tekjur á eins hagkvæman hátt líka,“ segir Sigmundur Davíð. Meginmarkiðið sé að ná viðsnúningi í heilbrigðismálunum og hallalausum fjárlögum.Bjarni, yfirlýsing forsætisráðherra um barnabæturnar vakti athygli í dag. Þú hafðir sagt að þær yrðu skertar. Hvað hefur breyst frá því um helgina?„Það sem hefur verið að gerast undanfarna daga er að við höfum verið að skoða alla kosti sem við stöndum frami fyrir, til þess að tryggja markmiðið um að bæta við í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Setja þrjá til fjóra milljarða í heilbrigðisþjónustuna án þess að fórna markmiðinu um hallalaus fjárlög,“ segir fjármálaráðherra. Og það hafi tekist m.a. með auknum kröfum um niðurskurð í einstökum ráðuneytum. „Lang mikilvægast auðvitað núna í þinginu er að við erum að fara að setja inn tuttugu milljarða skuldaniðurfellingu milli umræðna, áður en fjárlagafrumvarpið verður afgreitt. Við erum líka að bæta við hátt í fjórum milljörðum í heilbrigðismálin og þetta ætlum við að gera án þess að fórna markmiðinu um að skila hallalausum fjárlögum,“ segir Bjarni. Það séu stóru tíðindin í fjárlagafrumvarpinu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Barnabætur verða ekki skertar eins og til stóð en farið verður fram á að einstök ráðuneyti skeri meira niður hjá sér í fjárlögum næsta árs. Áfram er stefnt að hallalausum fjárlögum. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til óformlegs fundar í stjórnarráðshúsinu seinnipartinn í dag til að ræða ýmsar tillögur inn í aðra umræðu fjárlaga sem menn stefna enn á að fari fram á fimmtudag. Það vakti athygli á Alþingi í dag þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að barnabætur yrðu ekki skertar á næsta ári eins og formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra höfðu lýst yfir um síðustu helgi að stæði til.Heimilin í landinu bíða eftir ákvörðunum ríkisstjórnarinnar til að geta gert áætlanir fyrir næsta ár. Er eitthvað annað sem varðar fjárhag heimilanna sem þau geta beðið spennt eftir?„Auðvitað er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér. Þess vegna verður oft mikil umræða um mál í samfélaginu, í fjölmiðlum, sem eru jafnvel bara til skoðunar í fjárlagavinnunni,“ segir forsætisráðherra. Það muni ýmislegt annað en barnabæturnar breytast fyrir umræðuna á fimmtudag. „Ég hugsa að það verði gerðar ýmsar breytingar en allar miða þær að því að spara á sem hagkvæmastan hátt og ná í tekjur á eins hagkvæman hátt líka,“ segir Sigmundur Davíð. Meginmarkiðið sé að ná viðsnúningi í heilbrigðismálunum og hallalausum fjárlögum.Bjarni, yfirlýsing forsætisráðherra um barnabæturnar vakti athygli í dag. Þú hafðir sagt að þær yrðu skertar. Hvað hefur breyst frá því um helgina?„Það sem hefur verið að gerast undanfarna daga er að við höfum verið að skoða alla kosti sem við stöndum frami fyrir, til þess að tryggja markmiðið um að bæta við í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Setja þrjá til fjóra milljarða í heilbrigðisþjónustuna án þess að fórna markmiðinu um hallalaus fjárlög,“ segir fjármálaráðherra. Og það hafi tekist m.a. með auknum kröfum um niðurskurð í einstökum ráðuneytum. „Lang mikilvægast auðvitað núna í þinginu er að við erum að fara að setja inn tuttugu milljarða skuldaniðurfellingu milli umræðna, áður en fjárlagafrumvarpið verður afgreitt. Við erum líka að bæta við hátt í fjórum milljörðum í heilbrigðismálin og þetta ætlum við að gera án þess að fórna markmiðinu um að skila hallalausum fjárlögum,“ segir Bjarni. Það séu stóru tíðindin í fjárlagafrumvarpinu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira