Vitni í manndrápsmáli fengið vernd lögreglu 17. júní 2017 07:00 Tveir sakborningar eru enn í gæsluvarðhaldi, þeir Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lúthersson. Vísir/Ljósmyndadeild Vitni að árásinni í Mosfellsdal, sem leiddi til andláts Arnars Jónssonar Aspar, hafa sum hver fengið aðstoð lögreglu við að gæta öryggis síns. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum brugðist við því ef fólk hefur talið sig þurfa á því að halda. Það hefur þurft að bregðast við slíku með einhverjum hætti já, það hefur komið til,“ segir Grímur aðspurður hvort vitni hafi fengið lögregluvernd í málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuggalegir menn hafi heimsótt að minnsta kosti eitt vitni í málinu. Fjórum sakborningum af sex var sleppt úr haldi lögreglunnar á fimmtudag. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru þeir sakborningar líkast til ekki viðstaddir þegar mestu átökin fóru fram en vitni hafa lýst því að hafa séð Svein Gest Tryggvason stökkva á bak Arnars og taka hann hálstaki. Jón Trausti Lúthersson var einnig á svæðinu þegar mestur hiti var í árásinni. Aðrir sakborningar voru handteknir á flótta frá heimili Arnars, þrír karlmenn á Vesturlandsvegi gegnt Korputorgi og ein kona við afleggjarann að heimreið Arnars. „Þau voru ekki ofan í atvikinu þegar mestu átökin verða. Við erum að reyna að fá almennilegan framburð um allan þennan feril,“ segir Grímur um sakborningana fjóra sem var sleppt úr haldi. Hvorki er komin lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi varðandi dánarorsök Arnars né hefur lögregla komist fyllilega til botns í því hvað varð til þess að sexmenningarnir fóru heim til Arnars og veittust að honum. „Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rannsaka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Hver ásetningurinn var, af hverju fólkið var þarna.“ Grímur veit ekki hvenær lokaniðurstaða réttarmeinafræðings liggur fyrir. Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, fjórtán ára og þriggja vikna gamlar. Í minningargreinum um Arnar í Morgunblaðinu í gær er honum lýst sem barngóðum fjölskyldumanni og traustum vini sem var bæði ljúfur og kærleiksríkur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37 Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vitni að árásinni í Mosfellsdal, sem leiddi til andláts Arnars Jónssonar Aspar, hafa sum hver fengið aðstoð lögreglu við að gæta öryggis síns. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum brugðist við því ef fólk hefur talið sig þurfa á því að halda. Það hefur þurft að bregðast við slíku með einhverjum hætti já, það hefur komið til,“ segir Grímur aðspurður hvort vitni hafi fengið lögregluvernd í málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuggalegir menn hafi heimsótt að minnsta kosti eitt vitni í málinu. Fjórum sakborningum af sex var sleppt úr haldi lögreglunnar á fimmtudag. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru þeir sakborningar líkast til ekki viðstaddir þegar mestu átökin fóru fram en vitni hafa lýst því að hafa séð Svein Gest Tryggvason stökkva á bak Arnars og taka hann hálstaki. Jón Trausti Lúthersson var einnig á svæðinu þegar mestur hiti var í árásinni. Aðrir sakborningar voru handteknir á flótta frá heimili Arnars, þrír karlmenn á Vesturlandsvegi gegnt Korputorgi og ein kona við afleggjarann að heimreið Arnars. „Þau voru ekki ofan í atvikinu þegar mestu átökin verða. Við erum að reyna að fá almennilegan framburð um allan þennan feril,“ segir Grímur um sakborningana fjóra sem var sleppt úr haldi. Hvorki er komin lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi varðandi dánarorsök Arnars né hefur lögregla komist fyllilega til botns í því hvað varð til þess að sexmenningarnir fóru heim til Arnars og veittust að honum. „Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rannsaka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Hver ásetningurinn var, af hverju fólkið var þarna.“ Grímur veit ekki hvenær lokaniðurstaða réttarmeinafræðings liggur fyrir. Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, fjórtán ára og þriggja vikna gamlar. Í minningargreinum um Arnar í Morgunblaðinu í gær er honum lýst sem barngóðum fjölskyldumanni og traustum vini sem var bæði ljúfur og kærleiksríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37 Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37
Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36