Litríkt og létt í sumar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2017 10:45 Denis kokkur og Axel vínþjónn glaðbeittir á Grillinu. Vísir/Ernir Jarðarber og basil er skemmtileg blanda og með jógúrtís verður úr því ferskur sumardesert. Íslensku jarðarberin eru mjög góð og líka íslenskt basil,“ segir Danis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Sögu. Hann var kokkur ársins 2016 og heldur titlinum enn, því keppni um hann var frestað þar til í september í ár, og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandakeppni sem haldin verður 8. júní. Hann kveðst hafa lært á Grillinu og verið þar undanfarin ár.Jarðarberja- og basildesert. Vísir/ErnirDanis flutti hingað til lands sem króatískur flóttamaður árið 1997, ellefu ára að aldri og talar íslenskuna eins og innfæddur. Hann hefur gert sig gildandi í fótbolta, segist reyndar ekkert hafa spilað af viti síðustu fimm ár en verið að þjálfa lið sem ýmist hafi verið í 3. eða 4. deild síðasta áratug. „Ég bjó á Ísafirði í nokkur ár eftir að ég flutti til Íslands og stofnaði liðið ásamt félaga mínum þar, aðallega upp á gamanið,“ segir hann. En við snúum okkur að matnum og tekið skal fram að uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns.Mmmmm, jarðarberFyrst er það eftirrétturinn hans Denis: Jarðarberja- og basil-desert 1 askja fersk íslensk jarðarber 50 ml ylliblómasíróp – fæst í betri matvöruverslunum, Søstrene Grene og IKEA 20 g ferskur sítrónusafi Skerið jarðarberin í sneiðar, setjið þau í skál og veltið þeim upp úr ylliblómasírópinu og sítrónusafanum. Basil marens 125 g sykur 50 g vatn 75 g eggjahvítur ½ askja af íslensku basil, fínt söxuðu Setjið sykurinn og vatnið saman í pott og hitið upp í 121°C. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál og þeytið þær á miðlungshraða. Hellið sykursírópinu varlega út í eggjahvíturnar þegar það hefur náð 121°C og aukið jafnframt við hraðann á hrærivélinni. Hrærið þar til blandan hefur kólnað niður, bætið þá saxaða basilinu varlega saman við með sleif. Smyrjið marensdeiginu þunnt á sílikonmottu eða bökunarpappír og þurrkið í ofni á 90°C í um það bil klukkustund. Basilolía 1 hluti góð olía, til dæmis kaldpressuð repjuolía 1 hluti íslenskt basil Blandið hráefninu saman í blandara þar til fer að rjúka upp úr skálinni. Olían á þá að hafa náð um 70°C. Sigtið síðan olíuna í gegnum síuklút og þá er hún klár.Danis heldur upp á basilJógúrt- og hvítsúkkulaðiís 245 ml mjólk 50 g sykur 168 g gott hvítt súkkulaði 470 g hreint eða grískt jógúrt 3 blöð matarlím Leggið matarlímið í bleyti í um 10 mínútur. Sjóðið saman mjólk og sykur í litlum potti þar til sykurinn leysist upp. Setjið hvítt súkkulaði í skál og bræðið það yfir vatnsbaði. Bætið síðan matarlíminu saman við sykursírópið og hrærið aðeins í þar til allt matarlímið leysist upp. Hellið sykursírópinu yfir súkkulaðið og vinnið það saman með sleif eða töfrasprota þar til súkkulaðið nær glansáferð. Hrærið því næst jógúrtinu saman við með písk. Setjið ísinn í kæli í tvo til þrjá tíma áður er hann er frystur. Ef ísinn er frystur á hefðbundinn hátt er hann settur í stálskál og í frysti. Þá þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, fjórum til fimm sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í matvinnsluvél og vinna hann aðeins. Þetta er gert til að jafna ískristallana í honum svo að ísinn verði silkimjúkur. Ísinn er síðan settur aftur í frysti. Þeir sem eiga ísvél fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.Óáfengur spritz er tilvalinn léttur sumardrykkur.Svo er það hinn sumarlegi og áfengislausi kokteill vínþjónsins Axels Age Schiöth: Óáfengur sumarspritz 2 stk. ferskt lime 10-12 stk. fersk jarðarber 5-6 stilkar ferskt fáfnisgras ¼ hluti ylliblómaessens ¾ hlutar sódavatn Sneiðið lime og jarðarber niður og látið liggja með fáfnisgrasinu í ylliblómaessensinum í 1 klukkustund til að taka í sig bragð og lit úr berjunum. Fyllið glösin af klaka og skreytið með jarðarberjunum, limesneiðunum og fáfnisgrasinu. Hellið sírópinu yfir klakann og toppið að lokum með sódavatni og hrærið létt saman. „Ylliblómaessens fæst í betri matvöruverslunum, meira að segja í IKEA og Søstrene Grene og hlutföllin til blöndunar eru gefin upp á flöskunum,“ segir Axel. „Svo er ekkert mál að skvetta vodka eða ljósu rommi út í þennan drykk fyrir þá sem vilja!“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Jarðarber og basil er skemmtileg blanda og með jógúrtís verður úr því ferskur sumardesert. Íslensku jarðarberin eru mjög góð og líka íslenskt basil,“ segir Danis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Sögu. Hann var kokkur ársins 2016 og heldur titlinum enn, því keppni um hann var frestað þar til í september í ár, og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandakeppni sem haldin verður 8. júní. Hann kveðst hafa lært á Grillinu og verið þar undanfarin ár.Jarðarberja- og basildesert. Vísir/ErnirDanis flutti hingað til lands sem króatískur flóttamaður árið 1997, ellefu ára að aldri og talar íslenskuna eins og innfæddur. Hann hefur gert sig gildandi í fótbolta, segist reyndar ekkert hafa spilað af viti síðustu fimm ár en verið að þjálfa lið sem ýmist hafi verið í 3. eða 4. deild síðasta áratug. „Ég bjó á Ísafirði í nokkur ár eftir að ég flutti til Íslands og stofnaði liðið ásamt félaga mínum þar, aðallega upp á gamanið,“ segir hann. En við snúum okkur að matnum og tekið skal fram að uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns.Mmmmm, jarðarberFyrst er það eftirrétturinn hans Denis: Jarðarberja- og basil-desert 1 askja fersk íslensk jarðarber 50 ml ylliblómasíróp – fæst í betri matvöruverslunum, Søstrene Grene og IKEA 20 g ferskur sítrónusafi Skerið jarðarberin í sneiðar, setjið þau í skál og veltið þeim upp úr ylliblómasírópinu og sítrónusafanum. Basil marens 125 g sykur 50 g vatn 75 g eggjahvítur ½ askja af íslensku basil, fínt söxuðu Setjið sykurinn og vatnið saman í pott og hitið upp í 121°C. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál og þeytið þær á miðlungshraða. Hellið sykursírópinu varlega út í eggjahvíturnar þegar það hefur náð 121°C og aukið jafnframt við hraðann á hrærivélinni. Hrærið þar til blandan hefur kólnað niður, bætið þá saxaða basilinu varlega saman við með sleif. Smyrjið marensdeiginu þunnt á sílikonmottu eða bökunarpappír og þurrkið í ofni á 90°C í um það bil klukkustund. Basilolía 1 hluti góð olía, til dæmis kaldpressuð repjuolía 1 hluti íslenskt basil Blandið hráefninu saman í blandara þar til fer að rjúka upp úr skálinni. Olían á þá að hafa náð um 70°C. Sigtið síðan olíuna í gegnum síuklút og þá er hún klár.Danis heldur upp á basilJógúrt- og hvítsúkkulaðiís 245 ml mjólk 50 g sykur 168 g gott hvítt súkkulaði 470 g hreint eða grískt jógúrt 3 blöð matarlím Leggið matarlímið í bleyti í um 10 mínútur. Sjóðið saman mjólk og sykur í litlum potti þar til sykurinn leysist upp. Setjið hvítt súkkulaði í skál og bræðið það yfir vatnsbaði. Bætið síðan matarlíminu saman við sykursírópið og hrærið aðeins í þar til allt matarlímið leysist upp. Hellið sykursírópinu yfir súkkulaðið og vinnið það saman með sleif eða töfrasprota þar til súkkulaðið nær glansáferð. Hrærið því næst jógúrtinu saman við með písk. Setjið ísinn í kæli í tvo til þrjá tíma áður er hann er frystur. Ef ísinn er frystur á hefðbundinn hátt er hann settur í stálskál og í frysti. Þá þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, fjórum til fimm sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í matvinnsluvél og vinna hann aðeins. Þetta er gert til að jafna ískristallana í honum svo að ísinn verði silkimjúkur. Ísinn er síðan settur aftur í frysti. Þeir sem eiga ísvél fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.Óáfengur spritz er tilvalinn léttur sumardrykkur.Svo er það hinn sumarlegi og áfengislausi kokteill vínþjónsins Axels Age Schiöth: Óáfengur sumarspritz 2 stk. ferskt lime 10-12 stk. fersk jarðarber 5-6 stilkar ferskt fáfnisgras ¼ hluti ylliblómaessens ¾ hlutar sódavatn Sneiðið lime og jarðarber niður og látið liggja með fáfnisgrasinu í ylliblómaessensinum í 1 klukkustund til að taka í sig bragð og lit úr berjunum. Fyllið glösin af klaka og skreytið með jarðarberjunum, limesneiðunum og fáfnisgrasinu. Hellið sírópinu yfir klakann og toppið að lokum með sódavatni og hrærið létt saman. „Ylliblómaessens fæst í betri matvöruverslunum, meira að segja í IKEA og Søstrene Grene og hlutföllin til blöndunar eru gefin upp á flöskunum,“ segir Axel. „Svo er ekkert mál að skvetta vodka eða ljósu rommi út í þennan drykk fyrir þá sem vilja!“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira