Lífið

Riðið til kirkju

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hrossin eru í áheldi við guðshúsið meðan kirkjugestir eiga þar góða stund.
Hrossin eru í áheldi við guðshúsið meðan kirkjugestir eiga þar góða stund.
Árlega kirkjureið hestafólks á öllum aldri af höfuðborgarsvæðinu verður á morgun til Seljakirkju. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum klukkan 12.30. Messan hefst klukkan 14. Séra Valgeir Ástráðsson predikar og Brokkkórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu og meðan á þessari stund stendur verða hestarnir í gæslu við guðshúsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.