Fótbolti

Segir að Zlatan Ibrahimovic hafi hótað að drepa þann sem vogaði sér að tala við hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Los Angeles Galaxy v Los Angeles FC - Western Conference Semifinals LOS ANGELES, CA - OCTOBER 24: Zlatan Ibrahimovic #9 of Los Angeles Galaxy during the MLS Western Conference Semi-final between Los Angeles FC and Los Angeles Galaxy at the Banc of California Stadium on October 24, 2019 in Los Angeles, California. Los Angeles FC won the match 5-3 (Photo by Shaun Clark/Getty Images)
Los Angeles Galaxy v Los Angeles FC - Western Conference Semifinals LOS ANGELES, CA - OCTOBER 24: Zlatan Ibrahimovic #9 of Los Angeles Galaxy during the MLS Western Conference Semi-final between Los Angeles FC and Los Angeles Galaxy at the Banc of California Stadium on October 24, 2019 in Los Angeles, California. Los Angeles FC won the match 5-3 (Photo by Shaun Clark/Getty Images)

Zlatan Ibrahimovic montaði sig af ríkidæmi sínu, af eyjunni sinni og 43 milljörðum inn á bankabókinni, þegar hann ræddi við liðsfélaga sína hjá Los Angeles Galaxy. Hann gekk líka enn lengra í hroka og yfirlýsingum í búningsklefa bandaríska liðsins.

Joao Pedro, fyrrum liðsfélagi Svíans Zlatan Ibrahimovic hjá Los Angeles Galaxy, hefur nú sagt frá miklu reiðikasti Svíans í búningsklefa bandaríska liðsins í október 2018.

Zlatan Ibrahimovic missti algjörlega þolinmæðina fyrir liðsfélögum sínum í Los Angeles Galaxy eftir að liðið missti niður 2-0 forystu og tapaði 3-2 á móti Houston Dynamo á lokadegi tímabilsins. Tapið þýddi að Galaxy liðið endaði tímabilið í þrettánda sæti.

Joao Pedro er 27 ára portúgalskur miðjumaður sem sagði frá þessu skrýtna kvöldi í viðtali við Record.

„Hann hraunaði yfir okkur eftir leikinn. Hann sagði: Ef þið ætlið að koma hingað til að vera á ströndinni eða labba í Hollywood, segið það bara,“ rifjaði Pedro upp.

„Hann sagði líka að hann væri með 300 milljónir (dollara) inn á bankabók, ætti einkaeyju og þurfti ekkert á þessu að halda,“ sagði Pedro en Zlatan var líka með hótanir:

„Hann sagði: Sá fyrsti sem segir eitthvað við mig: Ég mun drepa hann,“ sagði Pedro.

Zlatan Ibrahimovic spilaði eitt tímabil til viðbót með Los Angeles Galaxy en náði ekki að vinna titil með félaginu eins og með öllum öðrum liðum sínum. 30 mörk í 29 leikjum á lokaárinu dugðu ekki til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×