Menning

Bak við tjöldin á Mary Poppins

Tinni Sveinsson skrifar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir fór með hlutverk Mary Poppins.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir fór með hlutverk Mary Poppins. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum heima í stofu upp á skemmtun á tímum samkomubanns. Í kvöld er komið að því að rifja upp einn vinsælasta söngleik síðari ára í leikhúsum á Íslandi, Mary Poppins.

Mary Poppins var sett á svið árið 2013 og var uppselt á 40 sýningar áður en söngleikurinn var frumsýndur. 

Hér fyrir neðan má sjá upprifjun á þessarri skemmtilegu sýningu:

Á sínum tíma var þetta viðamesta og flóknasta sýning sem Borgarleikhúsið hafði ráðist í, með mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. 50 manns voru á sviðinu og mikill fjöldi á bak við tjöldin. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði, Gísli Rúnar Jónsson þýddi og þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson slógu í gegn í aðalhlutverkum.

Hér fyrir neðan má síðan sjá stutt sýnishorn af söngleiknum:

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.