Körfubolti

LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann.
LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann. Chris Elise/NBAE/Getty Images

LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur.

LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira.

Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir.

LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. 

Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa.

Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera.

„Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ 

Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.