Nemar eru mikilvægt tannhjól Tómas Guðbjartsson skrifar 19. mars 2020 16:30 Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar