Nemar eru mikilvægt tannhjól Tómas Guðbjartsson skrifar 19. mars 2020 16:30 Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Skoðun Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar