Handbolti

Seinni bylgjan: „Synd ef tímabilið verður flautað af“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Anton Rúnarsson, leikmaður topplið Vals í Olís-deild karla handbolta, segir að það væri afar svekkjandi ef tímabilið yrði flautað af vegna kórónuveirunnar, m.a. vegna þess að Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins. Hann segir að leikmenn hafi þó fullan skilning á þeirri fordæmalausu stöðu sem upp er komin.

„Það yrði mikið högg. Við höfum haft þvílíkt mikið fyrir því að fara í þessa keppni, fjáraflanir og fleira. Það er mikill tími á bak við Evrópukeppnina,“ sagði Anton í Seinni bylgjunni í gær.

„Staðan er mjög skrítin. Öll lið eru búin að æfa í 8-9 mánuði og leggja þvílíkan tíma í þetta. Það yrði synd ef þetta yrði flautað af en auðvitað höfum við 100% skilning á hvernig staðan er. Þess vegna er gott að bíða aðeins og sjá hvernig þróunin verður næstu vikur.“

Í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins átti Valur að mæta norska liðinu Halden. Tímabilið í Noregi hefur verið blásið af og Svíar fóru sömu leið í gær.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir

Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar.

HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

Seinni bylgjan: „Allt er betra en ekkert“

Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi og ræddi hann stöðuna sem komin upp í handboltanum vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×