Körfubolti

Spenntur fyrir endur­komu NBA á Stöð 2 Sport og telur Lakers lík­legasta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli getur ekki beðið eftir að NBA-deildin fari af stað á Stöð 2 Sport á nýjan leik.
Kjartan Atli getur ekki beðið eftir að NBA-deildin fari af stað á Stöð 2 Sport á nýjan leik. Stöð 2

Kjartan Atli Kjartansson er spenntur fyrir NBA-deildinni í vetur enda má segja að það sé evrópskt yfirbragð á henni að mörgu leyti. 

NBA snýr aftur „heim“ á Stöð 2 Sport á morgun, jóladag, með fjölda leikja. Þá verða tveir leikir í beinni útsendingu í viku hverri í vetur.

„Besti leikmaður deildarinnar – í fyrra – er grískur. Svo er góður leikmaður frá Slóveníu, það er Ástrali sem er góður, leikmaður frá Kamerún sem er góður. Það má alveg segja að fyrir utan LeBron James og Kevin Durant sem eru tveir bestu menn deildarinnar – og Steph Curry, allt menn í kringum þrítugt – að þessir bestu ungu leikmenn koma flestir utan Bandaríkjanna. Þetta er að verða alger alheimsdeild,“ sagði Kjartan Atli og átti þar við um menn á borð við Giannis Antetokounmpo og Luka Dončić.

Telur að Lakers verji titilinn

„Los Angeles Lakers eru ríkjandi meistarar og líklegastir að mínu mati. Síðan er mjög gaman að sjá hvað er að gerast í Brooklyn. Þar er lið sem er nýkomið til New York-borgar, Brooklyn Nets, sem var í New Jersey áður.“

„Nets eru mjög líklegir, þar er komin stórstjarna í Kevin Durant – kom reyndar í fyrra en var með slitna hásin – leikmaður sem heitir Kyrie Irving sem var í Boston Celtics og fullt af smærri stjörnum ef svo má segja. Leikmenn sem við köllum rullu-spilara og passa mjög vel með þessum stórstjörnum.“

„Ég myndi segja að þessi tvö lið væru líklegust núna en Miami Heat, Boston Celtics, Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers – henti Boston með því ég er Boston maður – þetta eru lið sem eru einnig líkleg. Maður segir það á hverju ári en hún hefur aldrei verið jafn spennandi og jafn skemmtileg og það er þannig sem manni líður.“

Klippa: Er mjög spenntur fyrir endurkomu NBA á Stöð 2 Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×