Spenntur fyrir endurkomu NBA á Stöð 2 Sport og telur Lakers líklegasta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2020 06:01 Kjartan Atli getur ekki beðið eftir að NBA-deildin fari af stað á Stöð 2 Sport á nýjan leik. Stöð 2 Kjartan Atli Kjartansson er spenntur fyrir NBA-deildinni í vetur enda má segja að það sé evrópskt yfirbragð á henni að mörgu leyti. NBA snýr aftur „heim“ á Stöð 2 Sport á morgun, jóladag, með fjölda leikja. Þá verða tveir leikir í beinni útsendingu í viku hverri í vetur. NBA DEILDIN ER KOMIN HEIM! 4 LEIKIR Í BEINNI Á JÓLADAG!Leikir alla laugardaga og sunnudaga á besta útsendingartíma í vetur.Hægt verður að bæta við NBA League Pass við Stöð 2 Sport á nýju ári.#NBA Tryggðu þér áskrift í daghttps://t.co/t5GkvKwHNb pic.twitter.com/ownXP5w6gu— Stöð 2 Sport (@St2Sport) December 23, 2020 „Besti leikmaður deildarinnar – í fyrra – er grískur. Svo er góður leikmaður frá Slóveníu, það er Ástrali sem er góður, leikmaður frá Kamerún sem er góður. Það má alveg segja að fyrir utan LeBron James og Kevin Durant sem eru tveir bestu menn deildarinnar – og Steph Curry, allt menn í kringum þrítugt – að þessir bestu ungu leikmenn koma flestir utan Bandaríkjanna. Þetta er að verða alger alheimsdeild,“ sagði Kjartan Atli og átti þar við um menn á borð við Giannis Antetokounmpo og Luka Dončić. Telur að Lakers verji titilinn „Los Angeles Lakers eru ríkjandi meistarar og líklegastir að mínu mati. Síðan er mjög gaman að sjá hvað er að gerast í Brooklyn. Þar er lið sem er nýkomið til New York-borgar, Brooklyn Nets, sem var í New Jersey áður.“ „Nets eru mjög líklegir, þar er komin stórstjarna í Kevin Durant – kom reyndar í fyrra en var með slitna hásin – leikmaður sem heitir Kyrie Irving sem var í Boston Celtics og fullt af smærri stjörnum ef svo má segja. Leikmenn sem við köllum rullu-spilara og passa mjög vel með þessum stórstjörnum.“ „Ég myndi segja að þessi tvö lið væru líklegust núna en Miami Heat, Boston Celtics, Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers – henti Boston með því ég er Boston maður – þetta eru lið sem eru einnig líkleg. Maður segir það á hverju ári en hún hefur aldrei verið jafn spennandi og jafn skemmtileg og það er þannig sem manni líður.“ Klippa: Er mjög spenntur fyrir endurkomu NBA á Stöð 2 Sport Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
NBA snýr aftur „heim“ á Stöð 2 Sport á morgun, jóladag, með fjölda leikja. Þá verða tveir leikir í beinni útsendingu í viku hverri í vetur. NBA DEILDIN ER KOMIN HEIM! 4 LEIKIR Í BEINNI Á JÓLADAG!Leikir alla laugardaga og sunnudaga á besta útsendingartíma í vetur.Hægt verður að bæta við NBA League Pass við Stöð 2 Sport á nýju ári.#NBA Tryggðu þér áskrift í daghttps://t.co/t5GkvKwHNb pic.twitter.com/ownXP5w6gu— Stöð 2 Sport (@St2Sport) December 23, 2020 „Besti leikmaður deildarinnar – í fyrra – er grískur. Svo er góður leikmaður frá Slóveníu, það er Ástrali sem er góður, leikmaður frá Kamerún sem er góður. Það má alveg segja að fyrir utan LeBron James og Kevin Durant sem eru tveir bestu menn deildarinnar – og Steph Curry, allt menn í kringum þrítugt – að þessir bestu ungu leikmenn koma flestir utan Bandaríkjanna. Þetta er að verða alger alheimsdeild,“ sagði Kjartan Atli og átti þar við um menn á borð við Giannis Antetokounmpo og Luka Dončić. Telur að Lakers verji titilinn „Los Angeles Lakers eru ríkjandi meistarar og líklegastir að mínu mati. Síðan er mjög gaman að sjá hvað er að gerast í Brooklyn. Þar er lið sem er nýkomið til New York-borgar, Brooklyn Nets, sem var í New Jersey áður.“ „Nets eru mjög líklegir, þar er komin stórstjarna í Kevin Durant – kom reyndar í fyrra en var með slitna hásin – leikmaður sem heitir Kyrie Irving sem var í Boston Celtics og fullt af smærri stjörnum ef svo má segja. Leikmenn sem við köllum rullu-spilara og passa mjög vel með þessum stórstjörnum.“ „Ég myndi segja að þessi tvö lið væru líklegust núna en Miami Heat, Boston Celtics, Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers – henti Boston með því ég er Boston maður – þetta eru lið sem eru einnig líkleg. Maður segir það á hverju ári en hún hefur aldrei verið jafn spennandi og jafn skemmtileg og það er þannig sem manni líður.“ Klippa: Er mjög spenntur fyrir endurkomu NBA á Stöð 2 Sport
Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira