Loksins úrval merkjavöru í fleiri stærðum Voxen 17. desember 2020 12:15 Gallabuxurnar frá Levi´s njóta mikilla vinsælda í Voxen. Tískuvöruverslunin Voxen býður úrval merkjavöru og tískufatnaðar í stærðunum 14 til 32. „Við bjóðum upp á merkjavörur í stærðunum 14 til 32 og viðtökurnar hafa verið frábærar frá því við opnuðum haustið 2018. Það var greinilega vöntun á verslun eins og okkar á markaðinn enda á hún sér enga fyrirmynd á Íslandi. “ segir Íris Hrund, ein eigenda tískuverslunarinnar Voxen í Ármúla 15. Þær Íris Hrund og Jóhanna Sigríður reka verslunina Voxen í Ármúla 15. Í Voxen má finna fatnað frá merkjum eins og Nike, Levi´s, Calvin Klein, Tommy Hilfiger, Speedo og fleirum auk tískufatnaðar. Íris segir löngu hafa verið tímabært að auka úrvalið á Íslandi af merkjavöru og almennum tískufatnaði í fleiri stærðum. „Það hafði verið draumur hjá okkur vinkonunum lengi að opna svona verslun en við höfum óþrjótandi áhuga á tísku, fatnaði og fólki. Við finnum hvað fólk er ánægt að fá loks aukið úrval. Allar flíkurnar í búðinni eru sérstaklega hannaðar fyrir okkar kúnnahóp,“ útskýrir Íris og segir mikinn mun á hvort flíkin er sérstaklega hönnuð í númerunum 14 – 32 eða ekki. „Til dæmis ef kona notar stærð XL í “venjulegri“ verslun þá er flíkin ekki lengur hönnuð fyrir hana. Það hentar okkur ekki því við íslensku konurnar erum gjarnan herðabreiðar og barmmiklar og viljum flíkur sem eru hannaðar til að passa vel. Við fáum lang flest fötin í Voxen frá Danmörku enda erum við íslensku konurnar líkastar þeim dönsku einnig eru Danir mikil tískuþjóð sem leggur áherslu á góða hönnun og vandaðan fatnað,“ segir Íris. Klippa: Æfingafatnaður frá Voxen „Íþróttafötin frá Nike njóta mikilla vinsælda hjá okkur og eins undirfötin frá Calvin Klein. Levi´s gallabuxurnar hafa fengið frábærar viðtökur og viðskiptavinum okkar finnst frábært að fá loks hágæða buxur sem endast vel og lengi. Fólk setur merkjavöru oft í samband við hátt verð en á bak við merkjavörurnar eru mikil gæði og góð hönnun,“ segir Íris. Klippa: Levi´s gallabuxur Voxen Voxen er til húsa í Ármúla 15 í glæsilegu verslunarrými sem nýverið var stækkað. Þá eru allar vörurnar á vefversluninni Voxen.is með myndum og ýtarlegum upplýsingum um hverja vöru einnig bjóða þau uppá fría heimsendingu um allt land ef keypt er fyrir 5000 krónur eða meira. Tíska og hönnun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Við bjóðum upp á merkjavörur í stærðunum 14 til 32 og viðtökurnar hafa verið frábærar frá því við opnuðum haustið 2018. Það var greinilega vöntun á verslun eins og okkar á markaðinn enda á hún sér enga fyrirmynd á Íslandi. “ segir Íris Hrund, ein eigenda tískuverslunarinnar Voxen í Ármúla 15. Þær Íris Hrund og Jóhanna Sigríður reka verslunina Voxen í Ármúla 15. Í Voxen má finna fatnað frá merkjum eins og Nike, Levi´s, Calvin Klein, Tommy Hilfiger, Speedo og fleirum auk tískufatnaðar. Íris segir löngu hafa verið tímabært að auka úrvalið á Íslandi af merkjavöru og almennum tískufatnaði í fleiri stærðum. „Það hafði verið draumur hjá okkur vinkonunum lengi að opna svona verslun en við höfum óþrjótandi áhuga á tísku, fatnaði og fólki. Við finnum hvað fólk er ánægt að fá loks aukið úrval. Allar flíkurnar í búðinni eru sérstaklega hannaðar fyrir okkar kúnnahóp,“ útskýrir Íris og segir mikinn mun á hvort flíkin er sérstaklega hönnuð í númerunum 14 – 32 eða ekki. „Til dæmis ef kona notar stærð XL í “venjulegri“ verslun þá er flíkin ekki lengur hönnuð fyrir hana. Það hentar okkur ekki því við íslensku konurnar erum gjarnan herðabreiðar og barmmiklar og viljum flíkur sem eru hannaðar til að passa vel. Við fáum lang flest fötin í Voxen frá Danmörku enda erum við íslensku konurnar líkastar þeim dönsku einnig eru Danir mikil tískuþjóð sem leggur áherslu á góða hönnun og vandaðan fatnað,“ segir Íris. Klippa: Æfingafatnaður frá Voxen „Íþróttafötin frá Nike njóta mikilla vinsælda hjá okkur og eins undirfötin frá Calvin Klein. Levi´s gallabuxurnar hafa fengið frábærar viðtökur og viðskiptavinum okkar finnst frábært að fá loks hágæða buxur sem endast vel og lengi. Fólk setur merkjavöru oft í samband við hátt verð en á bak við merkjavörurnar eru mikil gæði og góð hönnun,“ segir Íris. Klippa: Levi´s gallabuxur Voxen Voxen er til húsa í Ármúla 15 í glæsilegu verslunarrými sem nýverið var stækkað. Þá eru allar vörurnar á vefversluninni Voxen.is með myndum og ýtarlegum upplýsingum um hverja vöru einnig bjóða þau uppá fría heimsendingu um allt land ef keypt er fyrir 5000 krónur eða meira.
Tíska og hönnun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira