Eftir höfðinu dansa limirnir María Rut Kristinsdóttir skrifar 16. desember 2020 08:32 Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn. Áföllin líða síðan niður úr höfðinu í kerfið okkar, í líkamann. Við aðgreinum ekki höfuðið okkar frá líkamanum. Líkaminn hefur áhrif á höfuðið og höfuðið áhrif á líkamann. Ég þekki ekki marga sem hafa farið í gegnum lífið áfallalaust. Við tökumst öll á við okkar sjálfsmynd, æsku, vonbrigði og erfiðleika með ólíkum hætti. En þetta er glíma sem við komum okkur ekki undan. Á sama tíma dýpkar reynslan lífið og gefur okkur tilgang. Við þroskumst og lærum af reynslunni. Allt til að verða betri manneskjur. Finna tilganginn. Efast svo aftur. En umfram allt leitast við að líða vel. Finna lífshamingju og gefa af okkur. Hringrás sem kallast öðru nafni samfélag og er að mínu mati ofboðslega falleg og dýrmæt auðlind. Ræturnar og áföllin Rætur vandans liggja oft í æskunni okkar. Í nýlegu kostnaðarmati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings, kom fram að áföll í barnæsku séu mjög algeng og gert er ráð fyrir að um 60% barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0-18 ára aldurs. Algengasta áfallið er skilnaður foreldra en svo er hægt að nefna tilfinningalega misnotkun, ofbeldi (andlegt, líkamlegt og kynferðislegt), missi nákomins ættingja eða vinar, vanrækslu (tilfinningalega eða efnislega), vímuefnanotkun innan fjölskyldna, geðrænan vanda á heimili, einelti eða óviðunandi aðstæður að öðru leyti. Og stundum gera áföllin ekki boð á undan sér. Við þekkjum þessa sögu og hún er því miður algeng. En áföll einangrast ekki í einhvers konar sílóum í tilfinningalífi okkar. Þau halda áfram að hafa áhrif á lífsgæði okkar. Eftir því sem áföllum fjölgar, þeim mun líklegra er að einstaklingur leiðist út í áhættuhegðun, sjálfsvígstilraunir, örorku (andlega eða líkamlega), þunglyndi og kvíða. Þetta hafa rannsóknir á borð við ACE í Bandaríkjunum og fjölda annarra staðfest. Kostnaður eða sparnaður til lengri tíma? Í sama kostnaðarmati kom fram að 2.500 börn á Íslandi upplifi að minnsta kosti eitt áfall á ári. Mörg ná vissulega að vinna úr áföllunum. En önnur ekki. Og áhrif slíkra áfalla birtast svo í útgjöldum hins opinbera. Í velferðar- og heilbrigðiskerfinu okkar og víðar. Ef við bætum svo í þennan kokteil þeirri staðreynd að brotthvarf íslenskra ungmenna úr námi má oft rekja til slæmrar geðheilsu og áfallasögu, með dass af vitneskju um að árið 2017 leystu 48.000 einstaklingar á Íslandi út þunglyndislyf, sem var 22% aukning frá 2012 - þá blasir við dökk mynd. Í mixið bætist svo að stærsti hluti örorkubóta er greiddur út á Íslandi vegna geðrænna veikinda fólks og nemur kostnaðurinn árlega rúmum 20 milljörðum. Afleiddur kostnaður er svo metinn um þriðjungi hærri. Og já – áföll barna eru metin á um 100 milljarða á ári. Hér erum við því farin að tala um verulegar upphæðir, samanlagt. Til að draga upp skýra mynd þá kosta áföll samfélagið gríðarlega mikið, ekki bara í peningum heldur líka vegna tækifæra sem aldrei urðu og þess miska sem því fylgir. Hvernig rjúfum við þennan vítahring? Brotnar fjölskyldur eru líklegri til að ala upp brotnar fjölskyldur og það hefur viðgengist í áratugi. Ein leið er hreinlega að fjárfesta verulega í líðan þjóðar og að líta ekki á það sem mjúku málin, heldur þau grjóthörðu. Tryggja að allir hafi aðgengi að hjálp. Að það sem taki á móti einstaklingi sem er loksins reiðubúinn að vinna í sínum rótum séu ekki endalausir biðlistar og himinhár kostnaður. Heldur opinn faðmur og stuðningur. Vanfjármögnuð lög um aðgengi að sálfræðiþjónustu Og það var nákvæmlega þetta sem vakti fyrir þingflokki Viðreisnar þegar hann lagði fram mál ásamt þriðjungi þingheims, fólki úr öllum flokkum, um að hefja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og annarri klínískri samtalsmeðferð. Frumvarpið varð að lögum í júní og var samþykkt einróma. . Ég viðurkenni að ég fylltist bjartsýni á þeirri stundu og hugsaði að kannski væri okkur að takast að breyta skotgrafastjórnmálunum. Að það væri möguleiki á því að hífa sig upp úr pólitískum átakalínum þegar mikið liggur við. En svo þegar kom að því að tryggja fjármagn í málið, reyndist ekki vilji til staðar. Fjármálaráðherra er yfirleitt þefvís á fjármagn, sé það eitthvað sem hentar ákveðnum hagsmunum. En þegar það kom að þessu máli, þá bara fannst ekki fjármagn. Jafnvel þótt aukið aðgengi og forvirkar aðgerðir muni að öllum líkindum spara ríkissjóði verulega fjármuni til lengri tíma. Heilbrigðisráðherra náði að skrapa saman 100 milljónum fyrir árið 2021 sem er um 5% af því sem þarf til. Ríkisstjórnin var sem sagt tilbúin að taka þátt í því að lögfesta þjónustuna, en ekki að greiða fyrir hana. Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt heilbrigðisráðherra Geðheilbrigðisþing 2020 með öllu tilheyrandi. 4.000 manns tóku þátt og nú eru auglýsingar um niðurstöðu þingsins að teppaleggja samfélagsmiðlana mína. Og hver var ein helsta niðurstaða þingsins? Jú að tryggja þurfi aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Tveim dögum síðar fékk ráðherra tækifæri til að gera nákvæmlega það þegar Viðreisn lagði fram breytingartillögu við fjárlög sem hefði tryggt fjármagn í niðurgreiðsluna. Og hvað gerði sami ráðherra og ríkisstjórnin öll? Hún valdi rauða takkann og sagði nei. Eins og sagt er á góðri íslensku: You can‘t make this shit up. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar stendur fyrir undirskriftarsöfnun þar sem hún mótmælir þessu vinnulagi ríkisstjórnar harðlega og krefst fjármagns í málið. Þú getur látið rödd þína heyrast hér: https://listar.island.is/Stydjum/95 Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn. Áföllin líða síðan niður úr höfðinu í kerfið okkar, í líkamann. Við aðgreinum ekki höfuðið okkar frá líkamanum. Líkaminn hefur áhrif á höfuðið og höfuðið áhrif á líkamann. Ég þekki ekki marga sem hafa farið í gegnum lífið áfallalaust. Við tökumst öll á við okkar sjálfsmynd, æsku, vonbrigði og erfiðleika með ólíkum hætti. En þetta er glíma sem við komum okkur ekki undan. Á sama tíma dýpkar reynslan lífið og gefur okkur tilgang. Við þroskumst og lærum af reynslunni. Allt til að verða betri manneskjur. Finna tilganginn. Efast svo aftur. En umfram allt leitast við að líða vel. Finna lífshamingju og gefa af okkur. Hringrás sem kallast öðru nafni samfélag og er að mínu mati ofboðslega falleg og dýrmæt auðlind. Ræturnar og áföllin Rætur vandans liggja oft í æskunni okkar. Í nýlegu kostnaðarmati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings, kom fram að áföll í barnæsku séu mjög algeng og gert er ráð fyrir að um 60% barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0-18 ára aldurs. Algengasta áfallið er skilnaður foreldra en svo er hægt að nefna tilfinningalega misnotkun, ofbeldi (andlegt, líkamlegt og kynferðislegt), missi nákomins ættingja eða vinar, vanrækslu (tilfinningalega eða efnislega), vímuefnanotkun innan fjölskyldna, geðrænan vanda á heimili, einelti eða óviðunandi aðstæður að öðru leyti. Og stundum gera áföllin ekki boð á undan sér. Við þekkjum þessa sögu og hún er því miður algeng. En áföll einangrast ekki í einhvers konar sílóum í tilfinningalífi okkar. Þau halda áfram að hafa áhrif á lífsgæði okkar. Eftir því sem áföllum fjölgar, þeim mun líklegra er að einstaklingur leiðist út í áhættuhegðun, sjálfsvígstilraunir, örorku (andlega eða líkamlega), þunglyndi og kvíða. Þetta hafa rannsóknir á borð við ACE í Bandaríkjunum og fjölda annarra staðfest. Kostnaður eða sparnaður til lengri tíma? Í sama kostnaðarmati kom fram að 2.500 börn á Íslandi upplifi að minnsta kosti eitt áfall á ári. Mörg ná vissulega að vinna úr áföllunum. En önnur ekki. Og áhrif slíkra áfalla birtast svo í útgjöldum hins opinbera. Í velferðar- og heilbrigðiskerfinu okkar og víðar. Ef við bætum svo í þennan kokteil þeirri staðreynd að brotthvarf íslenskra ungmenna úr námi má oft rekja til slæmrar geðheilsu og áfallasögu, með dass af vitneskju um að árið 2017 leystu 48.000 einstaklingar á Íslandi út þunglyndislyf, sem var 22% aukning frá 2012 - þá blasir við dökk mynd. Í mixið bætist svo að stærsti hluti örorkubóta er greiddur út á Íslandi vegna geðrænna veikinda fólks og nemur kostnaðurinn árlega rúmum 20 milljörðum. Afleiddur kostnaður er svo metinn um þriðjungi hærri. Og já – áföll barna eru metin á um 100 milljarða á ári. Hér erum við því farin að tala um verulegar upphæðir, samanlagt. Til að draga upp skýra mynd þá kosta áföll samfélagið gríðarlega mikið, ekki bara í peningum heldur líka vegna tækifæra sem aldrei urðu og þess miska sem því fylgir. Hvernig rjúfum við þennan vítahring? Brotnar fjölskyldur eru líklegri til að ala upp brotnar fjölskyldur og það hefur viðgengist í áratugi. Ein leið er hreinlega að fjárfesta verulega í líðan þjóðar og að líta ekki á það sem mjúku málin, heldur þau grjóthörðu. Tryggja að allir hafi aðgengi að hjálp. Að það sem taki á móti einstaklingi sem er loksins reiðubúinn að vinna í sínum rótum séu ekki endalausir biðlistar og himinhár kostnaður. Heldur opinn faðmur og stuðningur. Vanfjármögnuð lög um aðgengi að sálfræðiþjónustu Og það var nákvæmlega þetta sem vakti fyrir þingflokki Viðreisnar þegar hann lagði fram mál ásamt þriðjungi þingheims, fólki úr öllum flokkum, um að hefja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og annarri klínískri samtalsmeðferð. Frumvarpið varð að lögum í júní og var samþykkt einróma. . Ég viðurkenni að ég fylltist bjartsýni á þeirri stundu og hugsaði að kannski væri okkur að takast að breyta skotgrafastjórnmálunum. Að það væri möguleiki á því að hífa sig upp úr pólitískum átakalínum þegar mikið liggur við. En svo þegar kom að því að tryggja fjármagn í málið, reyndist ekki vilji til staðar. Fjármálaráðherra er yfirleitt þefvís á fjármagn, sé það eitthvað sem hentar ákveðnum hagsmunum. En þegar það kom að þessu máli, þá bara fannst ekki fjármagn. Jafnvel þótt aukið aðgengi og forvirkar aðgerðir muni að öllum líkindum spara ríkissjóði verulega fjármuni til lengri tíma. Heilbrigðisráðherra náði að skrapa saman 100 milljónum fyrir árið 2021 sem er um 5% af því sem þarf til. Ríkisstjórnin var sem sagt tilbúin að taka þátt í því að lögfesta þjónustuna, en ekki að greiða fyrir hana. Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt heilbrigðisráðherra Geðheilbrigðisþing 2020 með öllu tilheyrandi. 4.000 manns tóku þátt og nú eru auglýsingar um niðurstöðu þingsins að teppaleggja samfélagsmiðlana mína. Og hver var ein helsta niðurstaða þingsins? Jú að tryggja þurfi aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Tveim dögum síðar fékk ráðherra tækifæri til að gera nákvæmlega það þegar Viðreisn lagði fram breytingartillögu við fjárlög sem hefði tryggt fjármagn í niðurgreiðsluna. Og hvað gerði sami ráðherra og ríkisstjórnin öll? Hún valdi rauða takkann og sagði nei. Eins og sagt er á góðri íslensku: You can‘t make this shit up. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar stendur fyrir undirskriftarsöfnun þar sem hún mótmælir þessu vinnulagi ríkisstjórnar harðlega og krefst fjármagns í málið. Þú getur látið rödd þína heyrast hér: https://listar.island.is/Stydjum/95 Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun