Erlent

Íranskur blaða­maður tekinn af lífi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans.
Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans.

Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum.

Blaðamaðurinn Ruhollah Zam var hengdur í dag, laugardag, eftir að hæstiréttur staðfesti dauðarefsingu hans. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Zam hafði verið í útlegð í Frakklandi frá 2018 en var handtekinn þegar hann ferðaðist til Írak í fyrra.

Zam rak Amad News, vinsæla fréttasíðu sem opinberlega gagnrýndi stjórnvöld í Íran. Hann var sakaður um að hafa hvatt til mótmælanna í landinu sem fóru fram 2017-2018.

Fréttasíðan birti myndbönd af mótmælunum og ýmsar upplýsingar um íranska ráðamenn sem þeim líkuðu ekki. Fréttasíðan hafði meira en milljón fylgjendur á lokaða forritinu Telegram.

Aðgangi fréttasíðunnar var eytt af Telegram á einum tímapunkti fyrir að hafa birt „hættulegt efni,“ en opnaði síðan annað aðgang undir nýju nafni.

Faðir Zam, Mohammad Ali Zam, var klerkur og umbótasinni. Hann var sakfelldur fyrr á þessu ári fyrir „spillingu á jörð“ (e. corruption on earth) sem er eitt alvarlegasta lögbrot í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×