Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:36 Bróðurpartur bóluefnisins sem kemur til landsins verður nýttur í að bólusetja framlínustarfsfólks, en langflestir þeirra starfa á Landspítalanum. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira