Sport

Khabib snýr ekki aftur nema UFC borgi hundrað milljónir dollara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Khabib í tárum eftir sigurinn á Justin Gaethje.
Khabib í tárum eftir sigurinn á Justin Gaethje. Josh Hedges/Zuffa LLC/Getty Images

Khabib Nurmagomedov er hættur í UFC. Nema að það komi alvöru seðlar á borðið fyrir framan hann.

Khabib Nurmagomedov, UFC-bardagakappi, tilkynnti á dögunum að hann væri hættur í UFC. Eftir sigurinn á Bandaríkjamanninum Justin Gaethje í lok október sagði hann að nú læti hann staðar numið.

Faðir Khabib féll frá fyrr á árinu eftir baráttu við kórónuveiruna en í viðtali eftir bardagann við Justin ætlaði hann að efna loforð sem hann gerði við mömmu sína.

„Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga. Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við.

Nú hefur Khabib sagt að hann snúi ekki aftur í UFC nema Dana White, forseti UFC, taki upp veskið og rúmlega það. Hann ætlar nefnilega ekki að snúa aftur í hringinn nema hann fái greiddar hundrað milljónir dollara.

„Ef þú ákveður að hætta - þá hættirðu. En ef ég ætti að snúa aftur yrði Dana að bjóða mér alvöru pening. Ef það kæmi til dæmis boð upp á hundrað milljónir dollara væri erfitt að segja nei. Við munum sjá til,“ sagi Khabib við spænska dagblaðið Marca.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×