Sport

Dagskráin í dag: United áfram með hreðjartak á PSG?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford fagnar sigurmarkinu gegn PSG í fyrri leiknum.
Rashford fagnar sigurmarkinu gegn PSG í fyrri leiknum. Ash Donelon/Getty

Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag. Meistaradeildin, golf, úrvalsdeildin í eFótbolta og meiri rafíþróttir.

Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag. Meistaradeildin, golf, úrvalsdeildin í eFótbolta og meiri rafíþróttir.

Útsending frá Golf in Dubai meistaramótinu hefst klukkan 08.00 og klukkan 17.45 er það svo Meistaradeildin er Leipzig mætir Instanbul Basaksehir.

Það fækkar og fækkar umferðunum sem er eftir í úrvalsdeildinni í eFótbolta og þar magnast spennan. Útsendingin á Stöð 2 eSport hefst klukkan 18.15.

Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 en þar fylgjast Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans með öllum leikjum kvöldsins og sýna mörkin um leið og þau berast.

Dortmund gegn Lazio og Manchester United gegn PSG er svo á dagskránni klukkan 19.50 en GTS Iceland: Tier 1 er einnig á Stöð 2 eSport í kvöld.

Allar beinar útsendingar dagsins og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.