Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 17:01 Steph Curry segir aldurinn farinn að segja til sín. vísir/getty Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31