Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 17:01 Steph Curry segir aldurinn farinn að segja til sín. vísir/getty Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31