Körfubolti

Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trevor Ariza á að fá 12,8 milljónir dollara fyrir lokaárið í samningi sínum eða 1,7 milljarða íslenskra króna.
Trevor Ariza á að fá 12,8 milljónir dollara fyrir lokaárið í samningi sínum eða 1,7 milljarða íslenskra króna. Getty/Alika Jenner

NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni.

NBA-leikmenn lenda oft í því að vera skipt á milli liða í NBA-deildinni og hafa flestir ekkert með það að segja.

Trevor Ariza ætti að vera farinn að þekkja þetta afar vel því eftir stórfurðulega viku þá á kappinn nú NBA-metið yfir það að vera hluti af flestum leikmannaskiptum á ferlinum.

Trevor Ariza flakkaði heldur betur á milli NBA liða í síðustu viku.

Trevor Ariza fór þá frá Portland Trail Blazers til the Houston Rockets til Detroit Pistons til Oklahoma City Thunder.

Trevor Ariza is the most traded player in NBA history! The record was broken when he was traded THREE times last week, to Houston, then Detroit, then Oklahoma City.

Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 29. nóvember 2020

Ariza náði auðvitað ekki að spila fyrir Houston Rockets eða Detroit Pistons. Það er einnig ekki miklar líkur á því að hann spili fyrir Thunder liðið.

Með þessum þremur skiptum þá hefur Trevor Ariza alls verið skipt tíu sinnum á milli liða í NBA-deildinni. Hann sló þar með met þeirra Chris Gatling og Dale Ellis sem var skipt átta sinnum á milli liða á NBA-ferlinum.

Trevor Ariza er orðinn 35 ára gamall og hefur verið öflugur leikmaður í NBA deildinni í langan tíma enda sterkur á báðum endum vallarins.

Fari svo að Oklahoma City Thunder kaupi hann út úr samningnum þá væri hann spennandi kostur fyrir lið í meistarabaráttu sem vill bæta við reynslumiklum leikmanni við sinn hóp.

Trevor Ariza er með 10,5 stig og 1,5 stolinn bolta að meðaltali í leik á ferlinum og hann hefur hitt úr 35,2 prósent þriggja stiga skota sinna.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.