Sértrúarsöfnuður Arðræningja Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. nóvember 2020 11:31 Ég hlustaði á framkvæmdastjóra SA láta dæluna ganga gegn verkalýðshreyfingunni í Víglínunni á Stöð 2. Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. En ætli það sé ekki best að byrja á því að spyrja hvernig talsmaður atvinnulífsins getur verið svo samviskulaus og ósanngjarn gagnvart vinnandi fólki, almenningi í landinu? Er þetta virkilega viðhorf atvinnulífsins? Nú þekki ég marga sem eiga eða stjórna fyrirtækjum og get sagt með vissu að þetta sjúklega viðhorf SA er ekki að finna í samtölum mínum þar. Þvert á móti finn ég fyrir mikilli samkennd og skilningi fyrir því hvað við í verkalýðshreyfingunni erum að gera og þeim markmiðum sem við viljum ná. Við erum ekki alltaf sammála um leiðir en markmiðin eru þau sömu. Að bæta lífskjör. Að skila betra samfélagi til afkomenda okkar. Ég þekki ekki þann stjórnanda eða eiganda fyrirtækis sem er á móti þessum markmiðum. Halldór Benjamín, ásamt nýrri kynslóð öfgafólks innan SA, hefur tönglast á mikilvægi þess að taka upp norræn vinnubrögð við gerð kjarasamninga og laun hafi hækkað alltof mikið samkvæmt mælingu á launavísitölu. SA hafa meðal annars farið í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta og beinlínis hvetja fyrirtæki til að segja upp fólki vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi frið á vinnumarkaði með því að verja gerða samninga. En ef við tökum norræna módelið og það íslenska. Á norðurlöndunum ríkir ákveðið traust á milli stjórnmála, fjármálakerfisins, atvinnulífs og verkalýðshreyfingarinnar. Traust sem byggir á virðingu, samkennd og ábyrgð. Traustið er tekið alvarlega, almenningsálitið skiptir öllu. Traust sem verður að vera milli almennings og þeirra sem fara með völdin. Þessu er ekki fyrir að fara á íslenskum vinnumarkaði. Traust til stjórnmálanna skrapar botninn í íslensku samfélagi og virðing fyrir vinnandi fólki er engin. Hvar á Noðurlöndunum væri gengið fellt í kjölfar kjarasamninga? Hvar væri gjalmiðlinum leyft að falla og éta upp umsaminn kaupmátt til þess eins að dekra við útflutningsgreinar, sem voru stöndug fyrir, og refsa vinnandi fólki fyrir að vilja betra líf? Hvar á Norðurlöndunum kæmust fjármálafyrirtækin upp með að auka vaxtaálag sitt um mörg hundruð prósent þegar vextir lækka? Eða kæmust upp með að skila ávinningi á lækkun skatta (bankaskatts) í eigin vasa? Hvar á Norðurlöndunum myndu fyrirtæki samþykkja það að talsmenn þeirra færu í herferð gegn samfélagslega mikilvægum velferðarmálum eins og hækkun bóta? Eða færu í herferð gegn eigin samningum? Hvar á Norðurlöndunum væri það samþykkt að stuðningsaðgerðum vegna Covid kreppunnar væri nær eingöngu beint til fyrirtækja? Halldór Benjamín kvartaði sáran yfir því hversu margir kjarasamningar væru á Íslandi og hversu erfiðlega gengi að semja. En hverjum er um að kenna? Ég sat marga tugi samningafunda í stóriðjusamningunum gegn SA, sem neituðu að semja á sama grunni (lífskjarasamningarnir) og þeir sjálfir predikuðu yfir allan vinnumarkaðinn. Í samningunum við Norðurál og ÍSAL var krafa okkar ekki hærri né lægri en það sem SA höfðu lagt línurnar með fyrir alla. Samt tók það okkur rúmlega 10 mánuði að ná samningum við Norðurál eftir endalausa útúrsnúninga SA og fundi hjá Ríkissáttasemjara. Og ekki batnar það hjá starfsfólki ÍSAL sem hefur enn ekki fengið sambærilegan samning og allir aðrir fengu. Og hvar liggur nú vandinn? Og ekki er farsinn á enda því Halldór Benjamnín og sértrúarsöfnuður hans halda nú launavísitölunni á lofti sem hið heilaga gagn sem staðfesti brjálsemi og sturlun verkalýðshreyfingarinnar og vegferð. Þetta eru sömu samtök og hafa staðfastlega haldið því fram að launavísitalan sé ómarktæk og ofmæli ekki bara launaskrið heldur beinlínis ýti undir það. Það var meira að segja fenginn erlendur sérfræðingur Dr.Kim nokkur, til að skrifa heilmikla skýrslu um málið, málflutningi SA til stuðnings. En nú skal launavísitölunni haldið á lofti í áróðri SA gegn vinnandi fólki. Launavísitala sem áður þótti ómarktæk er nú vopn í baráttunni fyrir lægri launum. Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að. Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn. Ég hef reynt að temja mér hófsemi í orðalagi og einbeitt mér frekar að tölum og staðreyndum. En nú er mér svo misboðið að ég á orðið erfitt með að greina fyrir hvað eða hverja málflutningur SA stendur. Það eina sem mér dettur í hug er Sértrúarsöfnuður Arðræningja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á framkvæmdastjóra SA láta dæluna ganga gegn verkalýðshreyfingunni í Víglínunni á Stöð 2. Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. En ætli það sé ekki best að byrja á því að spyrja hvernig talsmaður atvinnulífsins getur verið svo samviskulaus og ósanngjarn gagnvart vinnandi fólki, almenningi í landinu? Er þetta virkilega viðhorf atvinnulífsins? Nú þekki ég marga sem eiga eða stjórna fyrirtækjum og get sagt með vissu að þetta sjúklega viðhorf SA er ekki að finna í samtölum mínum þar. Þvert á móti finn ég fyrir mikilli samkennd og skilningi fyrir því hvað við í verkalýðshreyfingunni erum að gera og þeim markmiðum sem við viljum ná. Við erum ekki alltaf sammála um leiðir en markmiðin eru þau sömu. Að bæta lífskjör. Að skila betra samfélagi til afkomenda okkar. Ég þekki ekki þann stjórnanda eða eiganda fyrirtækis sem er á móti þessum markmiðum. Halldór Benjamín, ásamt nýrri kynslóð öfgafólks innan SA, hefur tönglast á mikilvægi þess að taka upp norræn vinnubrögð við gerð kjarasamninga og laun hafi hækkað alltof mikið samkvæmt mælingu á launavísitölu. SA hafa meðal annars farið í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta og beinlínis hvetja fyrirtæki til að segja upp fólki vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi frið á vinnumarkaði með því að verja gerða samninga. En ef við tökum norræna módelið og það íslenska. Á norðurlöndunum ríkir ákveðið traust á milli stjórnmála, fjármálakerfisins, atvinnulífs og verkalýðshreyfingarinnar. Traust sem byggir á virðingu, samkennd og ábyrgð. Traustið er tekið alvarlega, almenningsálitið skiptir öllu. Traust sem verður að vera milli almennings og þeirra sem fara með völdin. Þessu er ekki fyrir að fara á íslenskum vinnumarkaði. Traust til stjórnmálanna skrapar botninn í íslensku samfélagi og virðing fyrir vinnandi fólki er engin. Hvar á Noðurlöndunum væri gengið fellt í kjölfar kjarasamninga? Hvar væri gjalmiðlinum leyft að falla og éta upp umsaminn kaupmátt til þess eins að dekra við útflutningsgreinar, sem voru stöndug fyrir, og refsa vinnandi fólki fyrir að vilja betra líf? Hvar á Norðurlöndunum kæmust fjármálafyrirtækin upp með að auka vaxtaálag sitt um mörg hundruð prósent þegar vextir lækka? Eða kæmust upp með að skila ávinningi á lækkun skatta (bankaskatts) í eigin vasa? Hvar á Norðurlöndunum myndu fyrirtæki samþykkja það að talsmenn þeirra færu í herferð gegn samfélagslega mikilvægum velferðarmálum eins og hækkun bóta? Eða færu í herferð gegn eigin samningum? Hvar á Norðurlöndunum væri það samþykkt að stuðningsaðgerðum vegna Covid kreppunnar væri nær eingöngu beint til fyrirtækja? Halldór Benjamín kvartaði sáran yfir því hversu margir kjarasamningar væru á Íslandi og hversu erfiðlega gengi að semja. En hverjum er um að kenna? Ég sat marga tugi samningafunda í stóriðjusamningunum gegn SA, sem neituðu að semja á sama grunni (lífskjarasamningarnir) og þeir sjálfir predikuðu yfir allan vinnumarkaðinn. Í samningunum við Norðurál og ÍSAL var krafa okkar ekki hærri né lægri en það sem SA höfðu lagt línurnar með fyrir alla. Samt tók það okkur rúmlega 10 mánuði að ná samningum við Norðurál eftir endalausa útúrsnúninga SA og fundi hjá Ríkissáttasemjara. Og ekki batnar það hjá starfsfólki ÍSAL sem hefur enn ekki fengið sambærilegan samning og allir aðrir fengu. Og hvar liggur nú vandinn? Og ekki er farsinn á enda því Halldór Benjamnín og sértrúarsöfnuður hans halda nú launavísitölunni á lofti sem hið heilaga gagn sem staðfesti brjálsemi og sturlun verkalýðshreyfingarinnar og vegferð. Þetta eru sömu samtök og hafa staðfastlega haldið því fram að launavísitalan sé ómarktæk og ofmæli ekki bara launaskrið heldur beinlínis ýti undir það. Það var meira að segja fenginn erlendur sérfræðingur Dr.Kim nokkur, til að skrifa heilmikla skýrslu um málið, málflutningi SA til stuðnings. En nú skal launavísitölunni haldið á lofti í áróðri SA gegn vinnandi fólki. Launavísitala sem áður þótti ómarktæk er nú vopn í baráttunni fyrir lægri launum. Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að. Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn. Ég hef reynt að temja mér hófsemi í orðalagi og einbeitt mér frekar að tölum og staðreyndum. En nú er mér svo misboðið að ég á orðið erfitt með að greina fyrir hvað eða hverja málflutningur SA stendur. Það eina sem mér dettur í hug er Sértrúarsöfnuður Arðræningja. Höfundur er formaður VR.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun