Innlent

Flúði undan á­rásar­manni inn í blokk í Hafnar­firði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan rannsakar málið sem kom upp í Vallarhverfi í Hafnarfirði í nótt.
Lögreglan rannsakar málið sem kom upp í Vallarhverfi í Hafnarfirði í nótt. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan hálftvö í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsi í Vallarhverfinu í Hafnarfirði.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þar var karlmaður sem var með stungusár en hann hafði flúið undan árásarmanninum inn í húsið.

Að því er segir í dagbók lögreglu er maðurinn ekki talinn vera í lífshættu en hann liggur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi barst tilkynning um umferðaróhapp í Lækjargötu í Hafnarfirði. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi en seinna kom í ljós að bifreiðin var stolin. Minniháttar skemmdir urðu á bílnum við óhappið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×