Laddi og leiðin áfram Halldóra Morgensen skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun