Laddi og leiðin áfram Halldóra Morgensen skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun