Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 12:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendingum tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. Þetta kemur fram í minnisblaði um kaup á bóluefni við kórónuveirunni sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Vinnuhópur undir forystu heilbrigðisráðuneytisins tók til starfa í byrjun september og hefur sinnt undirbúningi og framkvæmd á kaupum á bóluefni gegn Covid-19 sem fer fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn hefur þegar samið við fjóra framleiðendur, AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer. Hafa þegar sótt um neyðarleyfi AstraZeneca hefur þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn sem sýni fram á virkni bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Hefur lyfjastofnun Evrópu þegar hafið vinnu við að meta gögnin til að flýta ferlinu. Því hefur verið spá að AstraZeneca verði á meðal þeirra fyrstu til að koma bóluefni á markað. Samningur Íslands við AstraZeneca er metinn á 140 milljónir króna. Verjast fregna af mati á Pfizer Evrópusambandið hefur tryggt sér 200 milljónir skammta af bóluefni frá Pfizer með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Ísland er tryggður kaupréttur að skömmtunum samkvæmt samningi en ekki liggur fyrir fjöldi þeirra. Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt mat á gögn frá Pfizer frá því um miðjan október en stofnunin hefur varist allra fregna af gangi mála. Pfizer-fyrirtækið hefur sjálft sagt að bóluefnið veiti vörn í 90 prósentum tilfella, sem er sögð góð vísbending. Fái Pfizer-bóluefnið markaðsleyfi má gera ráð fyrir að bóluefnið verði komið á markað í byrjun árs. Getum keypt 163 þúsund skammta frá Janssen Þá stendur Íslandi til boða að kaupa 163 þúsund skammta frá Janssen framleiðandanum, sem er dótturfyrirtækið Johnson&Johnson. Áætlaður kostnaður vegna samningsins er um 344 milljónir króna. Bóluefnið frá Janssen er í fasa þrjú rannsókna og gert ráð fyrir að það komist í dreifingu um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Evrópusambandið gekk einnig til samning við lyfjafyrirtækið Sanofi-GSK um kaup á bóluefni. Sá samningur kveður á um 300 milljónir skammta af bóluefni. Óskað hefur verið eftir því að íslensk stjórnvöld svari í desember hvort þau ætli að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samningnum. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvað Íslandi standi til boða margir skammtar. Bóluefnið er ekki enn komið í rannsóknarfasa 3 og verður líklega ekki tilbúið fyrr en um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Útbjuggu safn til að hámarka líkur Í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvaða bóluefni mun standast kröfur um virkni og öryggi ákvað Evrópusambandið að útbúa safn þar sem tilgreindir eru þeir lyfjaframleiðendur sem ákveðið var að fara í viðræður við um kaup á bóluefni til að hámarka möguleika á því að unnt sé að framleiða og dreifa bóluefni til allra Evrópubúa sem fyrst. Auk AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer hafa viðræður staðið yfir við bandaríska fyrirtækið Moderna sem framleiðir RNA-bóluefni líkt og Pfizer. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, segist búa við jafn góðum niðurstöðum frá Moderna og Pfizer. Þá hefur einnig verið rætt við Novavax, Valneva, Reithera og CureVac. AstraZeneca myndi duga í þriðja forgangshóp Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um forgang í bóluefni, ef það verður af skornum skammti. Forgangnum en skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til. Fyrsti forgangshópurinn miðast við að aðeins sé nægt bóluefni fyrir tæp tíu prósent þjóðarinnar. Annar forgangshópurinn ef bóluefni fæst fyrir tæp tuttugu prósent þjóðar og sá þriðji ef bóluefni fæst fyrir tæp 50 prósent þjóðar. Ljóst er að ef AstraZeneca bóluefnið kemst á markað, myndi það duga fyrir 31 prósent þjóðar eða inn í þriðja forgangshóp. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sagði í samtali við Vísi að 200 milljónir skammtar frá Pfizer myndu duga fyrir fyrstu forgangshópa í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendingum tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. Þetta kemur fram í minnisblaði um kaup á bóluefni við kórónuveirunni sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Vinnuhópur undir forystu heilbrigðisráðuneytisins tók til starfa í byrjun september og hefur sinnt undirbúningi og framkvæmd á kaupum á bóluefni gegn Covid-19 sem fer fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn hefur þegar samið við fjóra framleiðendur, AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer. Hafa þegar sótt um neyðarleyfi AstraZeneca hefur þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn sem sýni fram á virkni bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Hefur lyfjastofnun Evrópu þegar hafið vinnu við að meta gögnin til að flýta ferlinu. Því hefur verið spá að AstraZeneca verði á meðal þeirra fyrstu til að koma bóluefni á markað. Samningur Íslands við AstraZeneca er metinn á 140 milljónir króna. Verjast fregna af mati á Pfizer Evrópusambandið hefur tryggt sér 200 milljónir skammta af bóluefni frá Pfizer með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Ísland er tryggður kaupréttur að skömmtunum samkvæmt samningi en ekki liggur fyrir fjöldi þeirra. Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt mat á gögn frá Pfizer frá því um miðjan október en stofnunin hefur varist allra fregna af gangi mála. Pfizer-fyrirtækið hefur sjálft sagt að bóluefnið veiti vörn í 90 prósentum tilfella, sem er sögð góð vísbending. Fái Pfizer-bóluefnið markaðsleyfi má gera ráð fyrir að bóluefnið verði komið á markað í byrjun árs. Getum keypt 163 þúsund skammta frá Janssen Þá stendur Íslandi til boða að kaupa 163 þúsund skammta frá Janssen framleiðandanum, sem er dótturfyrirtækið Johnson&Johnson. Áætlaður kostnaður vegna samningsins er um 344 milljónir króna. Bóluefnið frá Janssen er í fasa þrjú rannsókna og gert ráð fyrir að það komist í dreifingu um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Evrópusambandið gekk einnig til samning við lyfjafyrirtækið Sanofi-GSK um kaup á bóluefni. Sá samningur kveður á um 300 milljónir skammta af bóluefni. Óskað hefur verið eftir því að íslensk stjórnvöld svari í desember hvort þau ætli að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samningnum. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvað Íslandi standi til boða margir skammtar. Bóluefnið er ekki enn komið í rannsóknarfasa 3 og verður líklega ekki tilbúið fyrr en um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Útbjuggu safn til að hámarka líkur Í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvaða bóluefni mun standast kröfur um virkni og öryggi ákvað Evrópusambandið að útbúa safn þar sem tilgreindir eru þeir lyfjaframleiðendur sem ákveðið var að fara í viðræður við um kaup á bóluefni til að hámarka möguleika á því að unnt sé að framleiða og dreifa bóluefni til allra Evrópubúa sem fyrst. Auk AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer hafa viðræður staðið yfir við bandaríska fyrirtækið Moderna sem framleiðir RNA-bóluefni líkt og Pfizer. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, segist búa við jafn góðum niðurstöðum frá Moderna og Pfizer. Þá hefur einnig verið rætt við Novavax, Valneva, Reithera og CureVac. AstraZeneca myndi duga í þriðja forgangshóp Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um forgang í bóluefni, ef það verður af skornum skammti. Forgangnum en skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til. Fyrsti forgangshópurinn miðast við að aðeins sé nægt bóluefni fyrir tæp tíu prósent þjóðarinnar. Annar forgangshópurinn ef bóluefni fæst fyrir tæp tuttugu prósent þjóðar og sá þriðji ef bóluefni fæst fyrir tæp 50 prósent þjóðar. Ljóst er að ef AstraZeneca bóluefnið kemst á markað, myndi það duga fyrir 31 prósent þjóðar eða inn í þriðja forgangshóp. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sagði í samtali við Vísi að 200 milljónir skammtar frá Pfizer myndu duga fyrir fyrstu forgangshópa í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira