Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson eru frábærir leikmenn og hafa sýnt það hér heima, í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira