Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson eru frábærir leikmenn og hafa sýnt það hér heima, í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira