Fótbolti

Alfreð spilaði síðasta hálftímann í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
VfL Wolfsburg v FC Augsburg - Bundesliga WOLFSBURG, GERMANY - OCTOBER 04: (BILD ZEITUNG OUT) Alfred Finnbogason of FC Augsburg looks on during the Bundesliga match between VfL Wolfsburg and FC Augsburg at Volkswagen Arena on October 4, 2020 in Wolfsburg, Germany. (Photo by Mario Hommes/DeFodi Images via Getty Images)
VfL Wolfsburg v FC Augsburg - Bundesliga WOLFSBURG, GERMANY - OCTOBER 04: (BILD ZEITUNG OUT) Alfred Finnbogason of FC Augsburg looks on during the Bundesliga match between VfL Wolfsburg and FC Augsburg at Volkswagen Arena on October 4, 2020 in Wolfsburg, Germany. (Photo by Mario Hommes/DeFodi Images via Getty Images)

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hóf leik á varamannabekknum hjá Augsburg þegar liðið fékk Herthu Berlin í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfreð kom inn af bekknum á 60.mínútu en þá höfðu Mateus Cunha og Dodi Lukebakio komið gestunum í 0-2 forystu.

Alfreð tókst ekki að breyta gangi leiksins og Krzystof Piatek gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 0-3 fyrir Herthu Berlin.

RB Leipzig kom sér á toppinn með 3-0 sigri á Freiburg en aðalleikur dagsins er framundan þar sem Borussia Dortmund og Bayern Munchen mætast klukkan 17:30 og ljóst að sigurvegarinn úr þeim leik mun tróna á toppi deildarinnar í lok dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×