Körfubolti

KR sendir er­lenda leik­menn sína heim

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Körfuknattleiksdeld KR hefur sent erlenda leikmenn sína heim á leið.
Körfuknattleiksdeld KR hefur sent erlenda leikmenn sína heim á leið. Vísir/Bára

Körfuknattleiksdeild KR hefur ákveðið að senda erlendu leikmenn meistaraflokks liða sinna heim vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild félagsins.

Á dögunum var greint frá því að Haukar hefðu sent erlenda leikmenn sína heim og þá hermdu heimildir Vísis að KR myndi gera slíkt hið sama. Það hefur nú komið á daginn.

„Í ljósi þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa sett á og þeirrar óvissu sem framundan er varðandi mótahald, hefur körfuknattleiksdeild KR tekið þá ákvörðun að senda erlenda leikmenn meistaraflokka félagsins til síns heima. Þetta er gríðarlega þungbær og erfið ákvörðun en stjórn deildarinnar telur að þetta sé það eina rétta og ábyrga í þeim aðstæðum sem uppi eru í dag,“ segir í tilkynningunni frá KR.

„Það gefur augaleið að án mótahalds eru engar forsendur til að halda erlendum leikmönnum á landinu með tilheyrandi kostnaði. Af þeim ástæðum telur stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að það væri óábyrgt að gera ekkert og bíða í von og óvon um framhaldið,“ segir einnig í tilkynningunni.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni inn á vef KR.


Tengdar fréttir

Haukar senda er­lenda leik­menn sína heim á leið

Lið Hauka í Domino´s deild karla og kvenna í körfuknattleik hafa sent erlenda leikmenn sína heim í ljósi þess að ekki verður spilaður körfubolti hér á landi næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×