Körfubolti

Haukar senda er­lenda leik­menn sína heim á leið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Israel Martin er þjálfari Hauka.
Israel Martin er þjálfari Hauka. Vísir/Daniel Thor

Lið Hauka í Domino´s deild karla og kvenna í körfuknattleik hafa sent erlenda leikmenn sína heim í ljósi þess að ekki verður spilaður körfubolti hér á landi næstu vikurnar.

Þetta fékk Karfan.is staðfest í samtali við körfuknattleiksdeild Hauka fyrr í dag.

Karlalið Hauka mun hafa sagt upp samningi sínum við Shane Osayande og mun hann ekki spila með liðinu í vetur. Hvað varðar Kólumbíumanninn Hansel Atencia sem er á leiðinni í landsliðsverkefni þá gæti hann komið aftur í janúar eða þá þegar Domino´s deildin hefst að nýju.

Sama er upp á teningnum hjá Alyesha Lovett hjá kvennaliði félagsins. Hún er farin frá félaginu en gæti snúið aftur þegar Domino´s deild kvenna hefst aftur.

Samkvæmt heimildum Vísis gæti verið að KR-ingar séu að fara gert slíkt hið sama. Það hefur þó ekki enn fengist staðfest af körfuknattleiksdeild KR.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.