Hömpuðu einum merkasta leikmanni Íslandssögunnar í Körfuboltakvöldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:36 Pétur Guðmundsson er að margra mati einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. NBA Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira