Handbolti

Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Daði Styrmisson fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu gegn Litháen.
Hákon Daði Styrmisson fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu gegn Litháen. vísir/vilhelm

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, hefur verið kallaður inn í íslenska handboltalandsliðið sem mætir Litháen í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Hákon Daði kemur inn í hópinn í stað Odds Gretarssonar sem á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum.

Guðmundur Guðmundsson hefur gert þrjár breytingar á landsliðshópnum undanfarna tvo daga. Í gær voru þeir Magnús Óli Magnússon og Kristján Örn Kristjánsson kallaðir inn í landsliðið í stað Ólafs Guðmundssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar.

Hákon Daði er 23 ára rétthentur hornamaður. Hann hóf ferilinn með ÍBV en gekk svo í raðir Hauka og varð Íslandsmeistari með liðinu 2016. Hann sneri svo aftur til ÍBV fyrir tveimur árum og varð bikarmeistari með liðinu á síðasta tímabili.

Hákon Daði var í stóru hlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2015 í Rússlandi en hefur ekki leikið fyrir A-landsliðið.

Þrátt fyrir þær hertu sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti fer leikur Íslands og Litháen fram á miðvikudaginn. Íslenski hópurinn kemur saman um helgina og æfir á mánudag og þriðjudag. Leikið verður fyrir luktum dyrum í Laugardalshöll á miðvikudaginn.

Ísland átti að mæta Ísrael 7. nóvember en Evrópska handknattleikssambandið frestaði leiknum að beiðni Ísraela.


Tengdar fréttir

Geri mitt besta og sjáum svo hvað Gummi segir

Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var í dag valinn í A-landsliðið í handbolta er tveir leikmenn þurftu að draga sig úr hópnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.