Sjálfsögð réttindi barna tryggð til frambúðar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 26. október 2020 10:00 Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Réttindi barna Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun